Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
88
rekur hér stundum og halda menn þá óæta, á Suðurnesjum
rak einn stóran Knúrra, meir en álnar langan og þorði
eng-inn að eta. Makril hljóp á land eitt vor á Hornströndum. svo
fyllti fjörur og víkur, og hlaut siór og vargur öllu að foreyða.
þvi enginn þekkti og héldu óæia vera«. Því næst talar Jón
um skelfiskakvn og segir. að 4 kuðungakyn séu til á íslandi,
hinir minnstu þeirra heita nákuðungar og eru eitraðir »þar
úr verður litill eiturkrabbi, líkur pödduyrmlingi eða dreka,
hann er forgiptugur®.1 Pá telur hann ýmsar skeljategundir
og telur þar undir krossfiska, íguiker o. fl. Hin skaðlegustu
eiturkvikindi í fjöru telur hann skerann, »sem er einn
skað-legur og flugnæmur eiturormur«2, og eiturnáíina rauðu, sem
stundum fer ofan i menn með sölvum og drepur þá. Þá
talar hann um sjáfareitur, »það sýnist sem maurildis
smá-neistar í báruskugga. en í björtu sem það sé marglvtta; það
sakar ekki heilt skinn, en komi það í forn ben fmgra og sé
ei strax aðgjört, má hann afhöggva ellegar kostar manninn«.
f’ví næst talar hann um sjáfarhrökkálinn, sem Enskir og
Is-lenzkir hafi dregið »hringvafinn undir stóru þöngulhöfði. hann
hefir svosem þunnar járnskeljar utan um sig og skaðar
hver-vetna. hvað sem fvrir verður, svo er og hans fiskur undir
skelinni skarpasta forgipt; hans kvn gengur með smásilungi
upp í lygna læki og síðan velur hann sér djúpar keldur eða
mýrar, því hann er forklókur til skaða að gjöra, en hans
náttúra vill ekki hart og klárt straumvatn hafa«. Bjartállinn
i vötnum er góður til lækninga, roð hans með feitinni i
læknar bakverk, ef menn hafa það um sig í 9 eða 11 daga,
feiti hans er ágæt móti frönsku sýkinni. f*ví næst kemur
kaíli um nokkur fuglakvn, og skiptir hann fuglunum eptir bú-
’) Hér er líklega átt við krabbategundir þær. sem dyljast í tómum
kuðungum. (Sbr. Dyrafræði B Gröndals, bls. 110)
3) »Skerar» eru vmsir burstaormar kallaðir, þeir eru algengir í
fjörum innan um þang og skeljar. telur alþj;ða þá baneitraða: það
beyrði eg t. d. 1887 í Jökulfjörðum. að á Dynjanda dræpist fé, ef það
gengi í fjöru frá miðgóu þangað til 3—4 vikur af sumri. og var því
kennt um, að féð æti »skera«. dettur það niður og drepst, nisi eodem
temporis momento ori ovis immingatur. eu ef margar kindur svkjast í
einu. er ekki gott að koma því við. Sbr. Andvari XIV. bls. 81—82.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>