- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
89

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

89

stað þeirra í landfugla, mýra, tnóa, fjöru, skerjafugla o. s. frv.
Jón telur flestar algengar fuglategundir á fslandi, og svnir
margt, er hann ritar um fuglana, töluverða eptirtekt, þó eru
hjátrúarsögur innan um: um fuglakonginn eða
músarbróður-inn segir hann: »hann hefir þá fordild vfir aðra fugla, að
hann verður ekki á jörðu drepinn og skreppur strax eða
hverfur undan höggi i jörð niður, utan á meðan hann er i
loptinu á hann komi; hann foróast krosstré i dugga, lifir í
holum sem mýs«. Þvi næst talar Jón um flugur og orma og
telur upp ýms algeng skorkvikindi, flugur, fiðrildi, kongulær
og orma; lýsir frásögn hans allgóðri eptirtekt með sumt, um
maðkaflugu segir hann t. d. »maðkafluga fæðir af sér löng
egg, er vér köllum víur og verða af maðkar, séu þeir
geymdir í horni verða þar flugur af, þegar vorar«. Um
jötunuxa segir Jón, »er af einu forgiptugu flugdrekakyni,
bann bæði flýgur og skríður, og skríður saman aptur, hversu
opt sem hann er sundurskorinn«. Um vatnsketti, vatnslúður
og vatnsskötur segir hann, að þau dýr kvikni á sumrum i
grunnum tjörnum af sólarhita.

I ritinu um »íslands aðskiljanlegar náttúrur« eru margar
myndir af hvölum og öðrum dýrum og eru þær i sumum
handritum vel dregnar og einna beztar frummyndir Jóns
sjálfs; Jón lærði hefir upprunalega teiknað þær flestar eða
allar upp úr sér, en ekki eptir dvrunum sjálfum, enda eru
sum dýrin ógurleg skrímsli.

Þetta rit Jóns lærða, sem nú höfum vér talað um, er
hin eina náttúrusaga Islands, sem rituð var á 17. öld; ritið
ber með sér aldarandann, hjátrúna og hindurvitnin, en er þó
allrar virðingar vert; Jón Guðmundsson hefir sjálfur tekið
eptir mörgu og svo safnað saman aðalefni þeirra hugmynda,
er alþýða hafði um dýr og kvikindi á Islandi, margar þær
dýrasögur, er Jón segir, eru enn þá algengar hjá alþýðu.
Þetta rit Jóns lærða var aðalheimildarit um islenzka
dýra-fræði nærri þvi í heila öld, þangað til vísindalegar rannsóknir
bvrjuðu, og enn lengur sótti alþýða fróðleik sinn um hvali
og önnur dýr í rit Jóns lærða.1

’) Af þvi rit Jóns læröa »um íslands aðskiljanlegar náttúrur*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0101.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free