- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
90

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

90

Jón Guómundsson hefir einnig ritað dálitið um íslenzk
grös og þó eingöngu um notkun þeirra til lækninga. Rit
hans um þetta efni er vanalega kallað lækningabók Jóns
lærða og er það réttnefni: hof. talar eigi aðeins um lækningar
með grösum, heldur og um allskonar lyf ur dýra og
steinarík-inu. Jón nefnir 40—50 grasategundir og segir sumstaðar
vaxtarstaði þeirra, sum grös hefir hann revnt við sjálfan sig,
um tungljurtina segir hann t. d. »hún dugði mér bezt
lækn-inga forðum, er eg var lagstur af mínum óbærilegum
sprengi-hósta«. I lækningabók þessari eru ráð við allskonar kvillum
og eru læknislyfin stundum geigvænleg; það er allt útlit til

hefir svo opt verið skrifað upp, og af því efni þess er lítt
samanhang-andi, þá hafa hinir einstöku kaflar opt ruglazt í meðferðinni, i sum
handrit vantar nokkra kafla. sumstaðar eru seir.ni kaflarnir fremst.
Ef rit þetta einhverntima verður gefið lit, þarf að hafa mjög mörg
hand-rit til samanburðar. Eptir því sem eg kemst næst, er röð kaflanna
þessi: 1° íslands undarlegheit. um landnámsmenn, jarðarmó og metall
á Islandi; 2° um Islands þangávexti í fjörum; 3° um eyjar og hólma
kringum ísland við landsbrún eða á djúpa hafsins barmi; 4°
hvalfiska-kyn í Islandshöfum; 5° selakyn hér í íslands sjó; 6° um hvítabjörn ">
7° fiskakynin hér; 8° um fjörukindur; 9° um sketfiskakynin ; 10° um
sjáfarhrökkál og um bjartál; 11° um fuglakyn nokkur; 12° um
flugur og orma. Hér hefi eg mest farið eptir Stokkhólmshandritinu,
nr. 64. fol. chart., og eptirritinu í hdrs. J. S. 107-4°, auk þess hefi eg
haft til samanburðar l)rot af eiginhandarriti Jóns lærða í hdrs. J. S.
401-4°; í sama nr. er yngri afskript með viðaukum, þar er t d. nefnd
»Kattugla«, er sást i Skálholti í tíð Jóns biskups Vídalíns. Jón
Ólafs-son Grunnvíkingur segir. að ugla þessi liafi sézt í Skálholti um 1714
rétt fyrir jól. Lex. Isl. »fugl«. Rit þetta er til í ótal afskriptum. hér
nefni eg aðeins þær. sem eg hefi handleikið: Hdrs. Bmf. Kmh. nr.
171 og 209-4°; Lbs. 294. 406-4°; hdrs. J. S. 76 og 86-8vo; Ny kgl.
Saml. 1840-4° (með mjög góðum myndum); Thotts Samling. nr. 954 fol.
(dönsk þýðing eptir Jón Marteinsson); í ríkisskjalasafninu (Rígsarkivet)
er önnur dönsk þýðing með viðaukum. I mörgum handritum er eingöngu
hvalaþátturinn, opt með breytingum og viðaukum eptir aðra: Hdrs.
A. M. nr. 738-4°, 778 A-4°, 167 A-8vo; Rask. nr. lll-8vo; Thott, nr.
1739-4°; Ny kgl Samling 1100 fol., 1657-4°; Gammel kgl. Samling
1639-4° (blað með hvalamyndum Jóns lærða); Lbs 266-8vo. Rit síra
Snorra Björnssonar á Húsafelli »Stutt ágrip um íslands náttúrugæði«
(Hdrs. Bmf. Kmh. nr. 142-8vo) er nokkurskonar endurbætt útgáfa af
riti Jóns lærða. sbr. hdrs. J. S. 246-4°. Lbs. 294-4°.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0102.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free