- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
92

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Q9

sjó«. Sigríður kona hans1 fann stein. er Jón kallar Diacodes,
og sá þá ýmsar missýningar: lifssteininn bezóar. sem hrafnar
lifga með unga sína. hafði Jón líka fundið; af náttúrusteinum
hafa hrafnar hið mikla vit sitt og vísdóm, sem Jón annálar.
»Ungur var eg«, segir Jón meðal annars, »er eg heyrði og
sá einn gamlan prest við hrafn tala«. I fóhorni maríötlu
fann Jón merkilegan náttúrustein; hann segir margt frá
marí-ötlunni og er illa við hana, kallar hana »einn eitraðan og
hefnisaman fugl«, og segir »máríötlu að drepa, er strákum
einum lukkulausum gjörandi«. Jón Guðmundsson hefir mjög
undarlegar hugmyndir um steina, heldur að þeir séu lifandi,
æxlist og geti af sér afkvæmi, en allt verður það að gjörast
með einhverjum töfra umbúnaði. I »Tidsfordríf« er ruslað
saman allskonar ósamkynja efni; þar er talað um
fróðleiks-bækur, um lausnarsteina, hulinshjálmssteina og náttúrugrös,
þar nefnir hann og nokkrar íslenzkar jurtir og vaxtarstaði
þeirra; svo talar höf. um ýms kynjadýr t. d. hlébarða, fingálkn
og hjassa, þá um jötunheima, Grikkland, álfheima eða
undir-heima, um Skrælingja, um Seths reisu, um forn orð og
mál-tæki, þá kemur Roðbjartsþáttur, um rúnir, um Irland hið
góða, álfasögur, þulur, visur o. s. frv2.

Jón Guðmundsson var vel hagmæltur og hefir ort
ymis-legt fleira en það, sem vér höfum drepið á hér að framan.
Hér á við að nefna »Fuglakvæði«, því það snertir náttúru
Islands. Fyrstu 3 erindin eru eptir Þorleif í’órðarson
(Galdra-Leifa j 1647), en 13 erindi eptir Jón Guðmundsson. I kvæði

’) Svo er hún nefnd í handritinu, annars er hún allstaðar kölluð
þuríður

J) Eg hefi helzt farið eptir handritinu í Ny kgl. Saml. 76. fol
5>Tidsfordríf eður lítið annálskver sitt af hvörju til sýnis viljan að hirta
til, samanteiknað af mér Jóni Guðmundssyni ætatis 70. Anno Domini
1644.« Ritið er tileinkað Brynjólfi biskupi Sveinssyni; tileinkunin endar
svo: »sá raunaþjáði, útjagaði kvakandi karl Jón Guðmundsson i
undirgefni mínum hjálparmanni og herra alls góðs unnandi*. Onnur
handrit af sama riti: A. M. 727-4°. liklega frumrit, með rauðum
yfir-skriptum og upphafsstöfum og mynd af »fingalfni«; A. M. 195-4° og
200-8vo; hdrs Bmf. Kmh. 35. fol. Kaflar íir ritinu eru í mörgum
hand-ritum t. d. Lbs. 244, 294-4°. 625-4°; J. S. 248-4° o. s. frv.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0104.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free