- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
93

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

93

þessu eru taldar 52 íslenzkar íuglategundir og 10 útlendir
fuglar nefndir; þar er dálítið urn lifnaðarhátt fuglanna, en
skáldskapurinn er bágborinn.1

Dálítil ritgjörð er til eptir Jón Guðmundsson »um
huldu-pláss og heimuglega dali« á íslandi2 og eru þar
útilegu-mannasögur um Þórisdal og Ódáðahraun; út af þesskonar

r

útilegumannasögum hefir Jón ort »Aradalsóð«3. Um
lands-lag á Islandi hefir Jón ekkert skrifað og enga eiginlega
Is-landslýsingu, en til er eptir hann uppdráttur af
Norðurhöf-um, sem er prentaður í Grænlandssögu Þormóðs Torfasonar
og til í handritum. Hvað lögun íslands snertir, þá er hún
nokkuó lík því, sem er á korti Sigurðar Stefánssonar. Vér
höfum hér að framan tekið úr ritum Jóns Guðmundssonar
ýmislegt um eyjar og lönd, er hann hugsaði sér í höfunum
nálægt íslandi, og kemur sumt af því fram á kortinu t. d.
Ægisland og Ægisey o. fl. Annars eru uppdrættir þeir, sem
honum eru eignaðir, nokkuð ólíkir í handritunum.4

Jön Daðason vígðist 1631 á Hólum, meðan Gísli biskup
Oddsson var ytra, fékk Ögursþing 6. ágúst 1632 og þjónaði
þar 2 eða 3 ár; segir Jón Halldórsson um veru hans í Ogri:
»vyrði illa stjórn eður aga bóndans Ara, veik i burtu heldur

’) Hdrs. J. S, 401-4°. Fyrsta erindið byrjar svo: »Óðinshaniun,
örn og hrafn. er það þriggja fugla nafn« . . . þriðja erindið endar
svo: »nndillinn trúi eg reiknist smár og rýr í gagnsemdinni*. »Hér
fellur þorleifur frá og karlinn Jón Guðmundsson bætir við»: ylgðan,
kofan, ört og önd. jafnan þvo sín fitjabönd, brimmáfur á bárurönd«
o. s. frv. Viðkvæði: »Furðu kann eg fátt af skemmtaninni, ísalands
þó fuglanöfn eg finni, eptir því sem mitt er mál og rninni*. Mörg
ís-lenzk fuglanöfn eru og í »Klófuglakvæði«. »Fyrst eg telja frægan má,
fjaðra veifir svarta* Lbs. 170-8°, og í kvæðunum um sjófugla og
land-fugla eptir þorbjörn Salómonsson, Lbs. 165-8° (»Selninga sá eg marga*).

J) Hdrs. J. S. 107-4°.

3) Huld 4. hepti 1894. bls. 58—69. Nákvæm afskript af Áradalsóð
eptir Jón Sigurðsson, búin til - prentunar, er í hdrs J. S. 531-4° og
önnur góð afskript með orðamun í Lbs. nr. 170-8°.

*) Th. Tor/œus: Groenlandia antiqua seu veteris Groenlandiæ
de-scriptio. Hauniæ 1706 og 1715 tab. 3. Gammel kgl. Samling 2881 og
2877-4°. Ny kgl. Samling 997. fol. Schachtii Collectanea de
Groen-landia. cap. ix. A. M. 364. fol.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0105.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free