- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
98

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

98

takist í hreinviðri á nætur fyrir sólaruppkomu með fullu

9

tungli, meinar Paracelsus«. A öðrum stað lýsir hann því,
hvernig lita megi ýmsa liti úr íslenzkum grösum (kap. 34J.
Töluvert er af íslenzkum dýranöfnum hér og hvar 1 bókinni;
höfundurinn talar allmikið um fugla1 og telur þó undir þann
flokk ýmislegt óskylt t. d. »býflugu, dreka, grashoppu og
flæð-armús«. Um farfugla segir hann: »sumir fuglar flýja í önnur
lönd, æðurin, lundinn og tjaldurinn í Barbariam, margæs,
grágæs, helsingjar í England og Frankaríki, spóinn,
jarðrek-an, stelkurinn og lóan í Orkneyjar, svalan í sjóinn,
andar-fuglar í vötnin«. Um örnina segir hann: »örnin kölluð
fuglakongur og keisaramerki, það er haldið hún verði 100
ára og kasti so ellibelgnum, sé frí fyrir öllum eldingum og
reiðarslögum, beri lausnarstein í hreiður sitt nær hún vill
egg eiga, fljúgi fugla hæzt og sjái skarpast, prófi sína unga
að sjá í sólina, hún skal vera forspá fyrir að vita hrævonir
verða (Matt. 24) og er mjög heilnæm til lækninga, af henni
eru margar líkingar dregnar i heilagri ritningu (Exod. 19).
Jehóva ber ísrael á arnarvængjum (Deut. 32). Örnin ber á
sínum vængjum sína unga. í*að er víst, örnin sem aðrir
fuglar fellir fjaðrir, krabbinn skálir, slangan húóir, dýrin
hárin, þó yngist engin skepna upp aptur eða kastar
ellibelgn-um og þó örnin allra sízt«. í »Gandreið« eru talin um 100
fiskanöfn; með fiskum telur síra Jón öll sjódýr t. d. öðu,
krabba, brimbút, ígul, seli, miðgarðsorm o. fl.

Svo menn fái dálitla hugmynd um ritsmíði þetta, hnýti
eg hér aptan við örstuttu yfirliti yfir efni »Gandreiðar«; þó
getur það aðeins orðið mjög ófullkomið, því þar kennir svo
margra grasa. Fyrstu 24 kapitularnir eru nokkurskonar
guð-fræðis-heimsspeki; þar er talað um sköpunina, guðdóminn,
timann, frumverur náttúrunnar, ljósið, dag og nólt, um engla
eða sólarbörn, og þá kemur alliangur kafli um hina föllnu
engla, um það »hvaðan þeir römbuðu og hvert þeir tumb-

í Lbs. 632-4° eru talin ýms íslenzk fuglanöfn; þar segir
svo: »islenzk fuglanöfn telja menn 60. en alls meinast þau að vera
150 líka sem dýranna*.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0110.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free