- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
99

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

99

uðu«, um þeirra »art og eðli«, um þeirra höfuðból,
Hver-gemli, um vald þeirra og nöfn o. s. frv.; eru allar þessar
greinir fullar af biblíu-tilvitnunum; þá talar sira Jón um
festinguna, himininn, lopt og vinda og um dagsmörk. í 25.
kapítula kemst prestur niður á jörðina, talar um jöröina
al-mennt, um sjóinn og eldinn. um grös og tré, um gimsteina,
hveri og uppsprettur, um liti, og um flóð og fjöru; kapítularnir
35—45 eru allir um almenna landfræöi: þá talar hann um
mislengd daga, um jarðmælingu, um lærdómslistirnar og urn
reikningslistina. 50.—61. kap. eru allir um stjörnufræöi og
ýmsa hjátrú, sem bundin var við stjörnumerki og innbyrðis
stöðu stjarnanna. I 62.-67. kap. talar síra Jón um fugln.
fiska, orma og önnur dýr, segist hann í dýrafræðinni fara
eptir ritum Janus Janstonius, Aldrovandus og Plinius; meðal
annars segir hann: »nokkrir meistarar meina einungis 30
aðalkyn allra villudýra i öndveröu verið hafa, sem
formaö-urinn Nói átti forðum i örkinni aö fæða og forsorga, hver
margmyndast og tímgvast siðan hata undarlega af villtu óeöli
villudýranna og samblandi tegundanna,1 bæöi amphibia og
supposititia, er aðgreinast breytilega fyrir mislik horn og
hnífla, hófa, hramma. klær og klaufir, ull og hár, loðin og

’) það var fyrrum skoðun margra fræðimanna á 16 og 17. öld,
að allar hinar mörgu landdýrategundir væru bastarðar fárra tegunda
í örk Nóa. þegar menn fóru dálítið að fást við dvrafræði, sáu þeir að
það var ómögulegt. að allar tegundir hefðu getað komizt fyrir í
örk-inni og þá gripu menu þetta úrræði (Sbr. Joh. Buteus De arca Noé
cujus formæ et capacitatis fuerit. Lugd. 1559. Johannes de Boteon f
1564). þegar menn svo fóru að finna fjölda margar dýrategundir í
Vesturheimi, sem voru algjörlega frábrugðnar þeim, er menn áður
þekktu. fóru vandræðin að vaxa, þó þau dýr hefðu »ma’gmyndast af
villtu óeðli villudýranna«, þá var eptir að vita. hvernig þau hefðu
komizt þangað yfir svo stór og djúp höf. en þar lijálpaði hinn heilagi
Augustinus eins og svo opt áður. hann getur þess, að það sé
hugsan-legt, að englar hafi borið dýrin út á fjarlægar eyjar yfir höfin, og þá var
gátan ráðin. De civitate dei, lib. xvi. cap. 7. S A. Augustini: Opera omnia.
Opera et studio monachorum ordinis sancti Benedicti. Tom. VII.
Parisiis 1841 -4°, bls. 485. tquamuis jussu Dei sive permissu etiam
opere Anglorum negandum non sit potuisse transferri;.

4*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0111.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free