- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
109

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

109

Odds biskups Einarssonar, var fæddur 1593, móðir hans var
Helga Jónsdóttir frá Holtastöðum; Gísli sigldi til
Kaupmanna-hafnar 1613 og var þar við nám 2 eða 3 ár, kom svo aptur
og varð 1616 kirkjuprestur í Skálholti; 1621—1622 var hann
skólameistari og svo varð hann prestur í Stafholti og Holti
undir Eyjafjöllum; 1631 hlaut Gísli biskupskosningu fyrir
ötult fylgi frænda og vina, og sigldi til vigslu sama sumar;
með honum fór Ketill Jörundsson, er siðar varð prófastur í
Hvammi, hafði hann að mestu uppalizt i Skálholti og hafði
þá verið þar heyrari nærri 10 ár. Ketill var lærður maður
og ráðsettur og hafði sýnt Oddi biskupi og fólki hans mikla
trú og hollustu, þessvegna trúði Helga biskupsekkja honum
bezt til þess, að fara með syni sínum, setn þótti breyskur til

r

öls. A skírdag 1632 var Gísli vígður til biskups og kom
aptur um sumarið til íslands, á Þingeyri í Dýrafirði. Gísli
biskup varð skammlífur, hann dó á alþingi (i Þingvallakirkju
kór) 1. júlí 1638, liklega úr taksótt, sem þá gekk víða og
var mannskæð; Gísli Oddsson vígði 27 presta og seinastan
síra Ketil Jörundsson i Hvammi. Gísli biskup var hógvær
maður og lítillátur og einn með sterkustu mönnum á Islandi;
þó hann væri ölhreifur var hann jafnan spaklyndur og hægur;
Gísli var lögvitur, en fór vel með vit sitt, hann var allvel
hagorður og ræðumaður hinn bezti; hann var náttúrufróður
eptir þeirra tíma sniði, en mjög trúgjarn á allskonar
hindur-vitni.1 Gísli biskup var vandlætingasamur um siðferði ’og
hegðan almennings og embættismanna, það sést á
umburð-arbréfum þeim, er hann ritaði prestum, valdsmönnum og
al-þýðu.2 Gísli biskup skrifaðist á við Ola Worm eins og
margir aðrir góðir menn; i bréfi til Worms 31. júli 1635
segist Gísli ætla i tómstundum sinum, að rita ýmislegt um
náttúru Islands, einkum um steina og grös, þvi um slíkt

’) þó segir Gísli í bréfi til Ola Worms »Superstitiones magicæ . . .
ferme exularunt a patria nostra, aut, minimum evacuatæ sunt. quantum
quidem ego intelligo, et mihi sperare fas est». Epist. Wormii II.
bls. 594—95.

’) F. J. Ilist. eccles. Isl. III. bls. 144—163. 595—97. Árb. Esp.
VI, 81—82.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0121.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free