- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
115

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

115

er efnið að mörgu leyti svipað skýrslu Þorláks Skúlasonar.
Brynjólfur talar um nafn landsins, Thule, loptslagið, um gras
og kvikfé, hunda, birni og hrafna; hvíta hrafna segist hann
aldrei hafa séð; gengur hann gegnum lýsingu Mercators orð
fyrir orð og leiðréttir það, sem skakkt er; hann talar um
eldfjöllin þrjú, er útlendingar nefna á Islandi, segir að enginn
þekki Krossfjall og Helga, en Helgafell vestra sé ekki eldfjall
og snjólaust á sumrum, segist hann hafa gengið upp á það
fell 1638. Heklu lýsir hann dálítið og segir hún beri
við heiðan himin heiman frá sér, kringum hana séu hálsar,
brunasandar og vikrar; segir hann að það svæði sé ljótt,
hræðilegt og viðbjóðslegt, og að enginn þori að ganga upp á
fjallið, þvi menn óttist huldar gjár og árásir drauga, og segir
hann að menn hafi hrekkjazt á að fara þangað, þvi þeir, sem
hafi verið svo óforsjálir að forvitnast um þessa hluti, hafi
ekki komizt hjá því að verða fyrir slysum. Brynjólfur biskup
talar og nokkuð um almennt eðli eldfjalla, heldur að
jarðveg-urinn muni vera blöndun af jarðbiki og brennisteini og
belg-ist upp af eldi; ef jörðin er holótt og vindur kemst undir
jarðveginn, þá kemur gos og eldurinn rennur frá uppvarpinu
niður á sléttlendi eða niður að sjó, eins og vatn. Ekki segist
hann ætla sér nákvæmlega að tala um drauga og svipi, en
ekki vilji hann neita því, að þeir ráfi um auða staði, en
kveðst þó ekki geta skýrt frá eðli þeirra. Hvað þvi viðvíkur,
sem útlendingar segja, að svipir dauðra manna ráfi í kringum
eldfjöll og sýni sig í líkingu þeirri, er þeir hafa haft í lifanda
lifi, þá vill Brynjólfur biskup ekki alveg neita þvi, að eitthvað
kunni að vera tilhæft i þeim sögum, og eins um að sálir
kveljist i ísnum. Frásagnir útlendra höfunda um líf og siði
Is-lendinga kveður hann mest muni sprottnar af sögum sjómanna,
og leiðréttir hann ýmislegt þar að lútandi. Um hverina talar
Brynjólfur Sveinsson allítarlega; hann segir að hverir hylji
hluti með leirskurn, er harðni af sól og vindi, en líkaminn
sé innan i óbreyttur, eins og kveikur í tólgarkerti; skurn
þessi myndast á löngum tíma og verður þó ekki steinhörð;
segist hann fyrir þrem árum hafa látið leggja ull í hver til
reynslu, og hafi hún ekki orðið steingjör, en hulizt leðju;

8*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0127.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free