- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
116

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

116

heldur hann því, að það sé aðeins kerlingabók, er menn segja,
að hveravatnið geri hluti að steini. Hverinn Geysir hjá
Hauka-dal, segir hann, hafi merkilegt afl og ofsa, og svo mikinn
krapt fær gufan af eldi og brennisteini, að hún í einu
vet-fangi kastar öllu vatninu úr skálinni í lopt upp, svo enginn
dropi verður eptir. verða þeir þá að vara sig, sem nærri standa:
skálin er síðan lengi tóm á eptir, en fyllist svo smátt og
smátt að neðan, uns hún er orðin barmafull; kraptur
guf-unnar margfaldast af því að streitast við þyngd vatnsins, og
kastar svo öllu hinu sjóðandi vatni í háa lopt, svo skálin
tæmist nærri á einu augnabliki. Aðrir hverir gjósa á sama
hátt, en eru kraptminni. Engin segir hann eitruð vötn
á Islandi, og hveravatnið megi vel drekka, þegar það sé
kólnað1.

Sama árið, sem þessar skýrslur voru skrifaðar (1647).
skrifaöi Gísli Magnússon frá Munkaþverá merkilega ritgjörð
um framfarir Islands; ritgjörð þessi er reyndar ekki beinlínis
landlýsing, en snertir mjög hagfræði landsins og stjórnarsögu,
og því munum vér geta hennar hér. Gísli Magnússon var
hinn fyrsti lærði náttúrufræðingur á Islandi og fór fyrstur
um landiö til þess aö rannsaka steina og málma; því segjum
vér hér ítarlega frá æfiferli hans, störfum og ritum. Gísli
Magmisson, sýslumaður á Hlíðarenda, var talinn lærðastur
allra verzlegra embættismanna á Islandi á 17. öld, og var
sökum kunnáttu sinnar kallaður Vísi-Gísli. Fyrir margra
hluta sakir má telja hann einn hinn merkasta mann þeirrar
aldar; hann var lærdómsmaður mikill og haföi farið víða,
skörulegur höföingi og hinn mesti framfara og atorkumaður.
Gísli Magnússon ferðaðist, ^ sem fyrr sögðum vér, fyrstur á
Islandi til visindalegra rannsókna, hann gerði auk þess
til-raunir með sáningu og trjáplöntun og fékkst mikið við efna-

’) Brinolphi ’Svenonii: Historica de rebus Islandicis relatio ad
Nobilissimum Dn: Ottonem Kragium Seren: Daniæ et Norweg: Regis
Secretarium, Qua quid veri. quid falsi, descriptionibus bujus Insulæ
præstantissimi Geographi, Gerhardus Mercator et Jodocus Hondius
indulserint, strictim expenditur. Dags. Skálholti 15. júlí 1647. Ny
kgl. Samling, nr. 1850-4°, 20 bls. smátt skrifaðar. A. M. 913-4".

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0128.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free