- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
117

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

117

fræði. Gisli var fæddnr á Munkaþverárklaustri 1621, faðir
hans var Magnús lögmaður Bjarnarson (f 1662) og móðir
hans Guðríður Gísladóttir, lögmanns Þórðarsonar. Magnús
lögmaður var auðugastur maður á íslandi um sína daga,
hann lét eptir sig svo mikið fé, að það eptir nú gildandi
verð-lagi mundi veröa 3—400 þúsund krónur1. Gisli Magnússon
fór 11 ára í Skálholtsskóla og dvaldi þar 3 ár, þaðan fór
hann i Hólaskóla, dvaldi þar önnur 3 ár og útskrifaðist þaðan;
sigldi svo til háskólans (skrifaður i stúdentatölu 27. nóv. 1639)
og var þar 2 ár, undir handarjaðri Ola Worms, er um þær
mundir var bjargvættur flestra hinna merkari nemenda frá
íslandi; síðan fór Gisli út hingað aptur og dvaldi um stund
hjá foreldrum sínum, en sigldi svo aptur 1642 og var þá 4
ár i ferðum; er sagt að enginn annar íslendingur hafi haldið
sig jafn ríkmannlega í útlöndum eins og hann. Gísli
Magnús-son ritar Worm2 frá Gltickstad 8. október 1642, segist vera
kominn þangað frá Islandi og ætli þaðan til Hollands, svo til
Englands og Frakklands, til þess að stunda þar læknisfræði
og heimsspeki; segir hann að Þorlákur biskup Skúlason hafi
livatt sig til þess, því allir lærðir menn á Islandi stundi nú
guð-fræði og sæki um brauð, en engir séu þar i landi, er lagt hafi
stund á stjórnfræði né praktisk vísindi. Eptir tveggja mánaða
ferð frá Islandi var Gísli kominn til Amsterdam 6. nóv. 1642,
dvaldi þar um stund og fór svo til Leiden og var þartil vorsins,og
stundaði heimsspeki og náttúrufræði. I Leiden segist hann
hafa gistingu góða, er Erasmus Brochmann3 hafi útvegað sér,
og hafi hann verið sér mjög hjálplegur. Um veturinn 1642—43
lagði Gísli Magnússon einkum stund á stærðfræði og naut
kennslu Jacobs Golius’ar, er var kennari í austurlandamálum

’) Skiptabréfið eptir hann (19. júní 1663), milli tveggja sona, þriggja
dætra og ekkjunnar, telur bróðurhlutann 4 hundruð hundraða og 60
hundruð i fasteign og ríflega 3 hundruð hundraða í lausafé. Safn til
sögu íslands II., bls. 135. Sbr. Sýslumannaæfir Boga á Staðarfelli I.
bls. 233. ísafold VI. bls. 25. Árb. Esp. VII. bls. 33-34.

’) 0. Wormii Epistolæ II. bls. 846.

3) Rasmus Enevoldsen Brochmand (1619—62), rektor í
Herlufs-holm. og siðar prófessor við háskólann í Kaupmannahöfn.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0129.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free