- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
118

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

118

og heimsspeki1; um vorið 1643 (í maí) fór Gísli til Englands
og dvaldi þar tvo mánuði, hafði Worm varað hann við þeirri
ferð sakir ófriðarins, er þá var á Englandi, og líklega hefir
Gísli dvalið þar skemur, en hann í fyrstu ætlaði sér. Frá
Englandi fór Gisli aptur til Hollands og dvaldi í
háskólaleyf-inu hjá kunningjum sínum í Rotterdam, en fór svo aptur til
Leiden; líklega hefir Gísli haldið þar áfram náminu næsta
vetur, en eigi höfum vér vissu fyrir því, hvað hann hefir þá
starfað, með því bréfin til Worms hætta um stund á því
tímabili. I Leiden lagði Gisli Magnússon stund á ýmsar greinir
náttúrufræðinnar, einkum grasafræði og efnafræði, og kynnti sér
landfræði, stjórnfræði og heimsspeki; Oli Worm biður hann
meðal annars að grennslast eptir kenningum Descartes’ar.
og eins biður hann að heilsa Johann de Laet5’, sem hann
segir að fáist við ýms söguleg fræði og sé eigi ókunnur
ís-lenzku, muni hann taka honum vel, er hann heyri, að hann
sé Islendingur. Gísli komst í vinfengi við hinn danska
sendi-herra í Haag og ferðaðist með honum til hinna hollenzku
herbúða, og fór svo frá Hollandi til Danmerkur, þaðan heim
til Islands og kom á Akurevri í júlímánuði 16463. Gísli
Magnússon ætlaði sér samsumars að ferðast um Island til
rannsókna, en gat ekki komið þvi við; segir hann i bréfi til
Worms (13. sept. 1646), að sér hafi verið bent á staði. þar
sem silfur, kopar og kvikasilfur finnist, en hann hafi enn eigi
getað skoðað þá; járn segir hann muni vera víða og salt
megi hæglega sjóða úr sjó. Með sama bréfi sendir hann

J) Jacob Golius (1596 — 1667), frægur málfræðingur. fékkst einkum
við arabisku, en einnig við ýmsar aðrar vísindagreinir. eins og þá
var títt.

3) Johann de Laet (f_1649), söguritari, fjölfræðingur og
landfræð-ingur.

3) Oli Worm ritar s. á. (í jánímán. 1646) Þorláki biskupi Skúlasyni

bréf og nefnir í því Gisla Magnússon og kemst svo að orði: »redit ad
vos elegans juvenis Gislaus Magni, varia rerum curiosarum cognitione
instructus. De quibusdam mecum cum dissereret. videbatur míhi patriæ
vestræ commodum et emolumentum spectare. Honestos ejus conatus

si consilio et ope juveris, rem procul dubio præstiteris vobis omnibus
utilem et ipsi gratam«. Epistolæ I, 112.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0130.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free