- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
119

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

119

Worm íslenzkar kornstengur, efni frá brennisteinsnámum,
er hann heldur sé vitríól, og hreinsaðan brennistein, er hann
kveður alveg eins góðan eins og þann brennistein, sem kemur
frá Ítalíu til Hollands og er seldur þar í lyfjabúðum í
stöng-um. Biður Gisli Worm að sækja fyrir sína hönd og föður
síns um, að þeir fái einkaleyfi til að taka upp brennistein,
og að konungur láti setja verð á hreinsaðan brennistein; segir
hann að þeir feðgar séu ánægðir með helminginnaf því verði,sem
fyrir brennisteininn fáist í Hollandi. Gísli vill borga í
eptir-gjald af konungsnámum tuttugasta hluta af þeim
brenni-steini, sem fæst, en þrítugasta hluta af brennisteini á
kirkju-jörðum.

Næsta ár fékk Gísli Magnússon á alþingi einkaleyfi til
brennisteinsnáms, er hann hafði beðið um, og jafnframt
skip-un konungs um, að grennslast eptir málmæöum og öðrum
náttúrugæðum. Byrjaði Gisli Magnússon rannsóknarferð sina
frá Þingvelli 5. júlí og ferðaðist i 7 vikur um Suðurland, svo
hálfan mánuð um Norðurland og safnaði allstaðar steinum og
náttúrugripum, er hann hugði að gagni mættu verða. Um
haustið sendi Gisli Ola Worm hálftunnu meó ýmsum gripum,
biður hann að segja sér, hverjir hlutirnir séu, til hverra nota
og hvers verðir; lofar Gisli að senda stjórninni næsta ár
nákvæma skýrslu um ferðina. Gísli er í bréfi sínu til Worms (16.
sept. 1647) vongóður um,að geta komið fyrirætlunum sínum fram,
þvi flestir heldri menn séu þeim hlynntir, en einkum þó Þorlákur
biskup Skúlason. Þegar Gísli Magnússon dvaldi í Hollandi,
var þar eins og enn garðrækt í hinum mesta blóma, og hefir
Gisli líklega þar fengið hug á að gera ræktunartilraunir á
Tslandi, og framkvæmdi síðar dyggilega þessi áform; hann
skrifar Worm, að hann hafi á Munkaþverá gjört garð og sáð
þar í 30 útlendum jurtategundum, sem algengar séu í
Dan-mörku, hann sáði einnig mel og setti niður birki og víðir til
reynslu. Segist Gisli vera sannfærður um, að margt geti það
vaxið á Islandi, er megi verða til gagns og gamans, og segist
muni gera margar fleiri tilraunir með öðrum fræjum, er hann
fái með kaupmönnum frá útlöndum.

Þessi ár sat Gísli í föðurhúsum á Munkaþverá á vetrum;

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0131.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free