- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
126

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

126

og Gísli segir, að enn séu legsteinar og skjaldmerki hinna
fornu riddara í kirkjunum. Skarðsætt er mest fyrir vestan,
hún er komin af Birni riddara Þorleifssyni, og er Skarð enn
þá í ættinni. Hinir fornu riddarar gátu allir rakið ættir sínar
til landnámsmanna og óðalsjarðir ættanna eru sumar miklu
stærri, en jarðir aðalsmanna í Danmörku. Ekki segist Gisli
vilja fara fram á það, að konungur veifi ættum þessum neinn
nýjan heiður eða ný tignarnöfn, heldur vill aðeins biðjast
þess, að konungur staðfesti hin fornu réttindi þeirra, án þess
að þar séu viðbundin nokkur yfirráð eða þrælkun á alþýðu,
eins og siður er í öðrum löndum. »Heiður vorn og réttindi
viljum vér ekki fá til þess að skaða aðra, heldur til þess að
gera fósturlandinu gagn og sóma; vér biðjum ekki um
saka-málsrétt eða annan rétt yfir þegnum vorum og leiguliðum,
allt slíkt viljum vér fúslega að sé í höndum yfirvaldanna«.
Gísli Magnússon biður konung að gefa ættunum aðalsnöfn
eptir óðalsgörðum þeim,sem þær eru upprunnar frá; enn fremur
mælist hann til þess, að íslenzkir aðalsmenn heiðursins vegna
fái að sleppa við opinber gjöld, segir hann þau séu revndar
ekki þungbær, en meiri virðingu muni menn bera fyrir
aðl-inum, ef hann sé laus við gjöld; aptur lofar hann aó koma
á fót 4 saltbrennslustofnunum í 4 fjórðungum landsins og
skuli konungur fá allan ágóða af þeim, telur hann að
ágóð-inn af saltbrennslunni muni verða miklu meiri, en gjöld þau,
er aðalsættirnar eiga að gjalda konungi. Því næst talar Gísli
um það, hve víðáttumikil héruð á íslandi séu enn óræktuð
og í eyði, og hve strjálbyggt sé og langt á milli bæja; biður
hann konung að veita ættum þessum að léni allt óbyggt og
óræktað land, er krúnan og kirkjan eigi, svo aðallinn geti
látið byggja það og rækta, og megi lén þessi ganga að erfðum
til niðja þeirra til allra afnota, en konungur fái í afgjald af
landi, sem ei er meir en 40 hundruð á landsvísu, 4
jóachims-dali á ári, og á afgjaldskvöðin að byrja 3 árum eptir að
landið er orðið ræktað og byggilegt; en fyrir óbyggð lönd,
sem eru meira virði en 40 hundruð, gjaldi þeir 8
jóachims-dali eða góðan reiðhest; hið sama skal gjalda kirkjum fyrir

r

þeirra land. A þennan hátt mun ræktað land aukast mjög og

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0138.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free