- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
127

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

127

fólkinu fjölga, því mörg svæöi, sem nú eru óræktuð, geta
orðið að frjósómu landi; Gísli segir, að sumir menn beri við
mannfæð, að ekki sé hægt að fá nóg fólk til slíkra starfa;
segir hann að það sé satt, að stundum sé vinnufólksekla,
en stundum sé aptur svo margt fólk atvinnulaust, að
það verði að flakka sér til uppihalds; segir hann að þetta
muni koma af umsjónarleysi og ræktarleysi embættismanna,
er eigi kæri sig um verklegar framfarir og eigi hugsi um að
leiðrétta það, sem ábótavant sé; af þessu og öðru hafi þjóðin
smátt og smátt glevmt dugnaði og framtakssemi forfeðranna,
mönnum hafi farið aptur, svo þeir séu orðnir ættlerar, fyrrum
hafi hver maður átt vopn og kunnað að nota þau, en nú
skeyti menn hvorki um það né annað.

Til þess að íslenzkur aðall geti orðið landinu til verulegs
gagns þarf hann að hafa þekkingu og menntun: segist Gísli
því hafa hugsað sér að stofnaður yrði skóli fyrir göfug
ung-menni á Þingvöllum við Öxará, þar sé bezt að byggja
ramm-gjört skólahús við árósinn af frjálsum samskotum höfðingja,
og eins ætti að halda skólanum við með samskotum. Til
skóla þessa þarf að fá umsjónarmann og kennara, er
kenni piltum eigi aðeins vanaleg bókleg fræði, heldur og
kurteisi, siðprýði, stilling og hófsemi, svo þeir þess betur geti
þjónað guði, konunginum og fósturjörðinni, er þeir verða
eldri. Telur hann þetta nauðsynlegt til þess að ala upp
nýja, duglega og siðsama kynslóð.

I samningnum milli hinna fornu Islendinga og
Noregs-konunga var það beinlínis tekið fram, að allir embættismenn
ættu að vera íslenzkir, en Gísli Magnússon segir, að þessi
lög séu nú jafnan fótum troðin, danskir og útlendir unglingar,
sem ekki þekkja neitt til islenzkra laga eða landshátta, eru
settir i æðstu embætti landsins; þó þeir vilji vel, þá falla
þeir opt af vanþekkingu sinni í snörur illgjarnra og
eigin-gjarnra manna og verða svo fyrir fyrirlitningu; af þessu leiðir
að vondir menn svífast ekki að gjöra illt, góðir menn
spill-ast og dragast til glæpa af leiðing vondra manna, þá kemur
stjórnleysi, hin mesta óhamingja þjóðfélagsins, og að endingu
stefnum vér til fullkomins siðleysis (barbaries), eins og nábúar

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0139.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free