- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
128

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

128

vorir á Grænlandi til forna. Þó segir Gisli að því fari fjarri,
að hann vilji tala illa um góða menn og heiðarlega, útlenda
og innlenda, sem verið hafa hér í embættum, en hvað sem
sé um það, þá sé það móti lögum og réttindum Islendinga,
að yfir þá séu settir útlendir höfðingjar. Biður Gísli því um,
að íslendingar einir fái framvegis að njóta allra embætta,
þvi þá muni þeir fá meiri áhuga til framkvæmda; ekki sé
nóg að hafa góð lög. það þurfi líka duglega menn, er vilji
framfylgja þeim af eigin hvötum, því betri eru góð yfirvöld
en góð lög1. Vill Gísli að islenzkir aðalsmenn einir, af
forn-um ættum, séu settir í hin æðri embætti og fái sýslur og
klaustraumboð, þeir sem fremstir eru og verðugastir, en ótignir
menn fái prestsembætti, umboð vfir konungsjörðum og aðrar
smærri sýslanir; allir æðri sem lægri fái embætti sín eptir
verð-leikum og eptir dugnaði þeim og þekkingu, er þeir hafa sýnt.

Gísli Magnússon getur þess, að nýlega séu útkomin lög2
um það, að fasteignir megi selja hverjum, sem kaupa vilji,
ef þær áður hafi verið boðnar ættingjum seljandans í fyrsta
og öðrum lið og þeir eigi hafi viljað kaupa. Þetta segir Gísii
að sé á móti vana hinna beztu þjóða, þvi það sé mest til
trausts og samheldnis fvrir ættirnar, að ekki megi selja óðulin;
biður hann þvi að lagaboð þetta verði tekið aptur. Hann
segir að illviljaðir menn muni hafa komið því tii leiðar, að
lög þessi voru sett, því þeir reyni á allan hátt að draga
Is-lendinga niður í sorpið og hið fyrsta stig til þess sé að sundra
ættunum og vekja ósamlyndi og öfund milli ættingjanna.

Gísli biður um einkaleyfi fyrir sig og föður sinn Magnús
lögmann, að þeir megi upp grafa og vinna alla málma, er
finnast á íslandi, og lofar að borga konungi einn tíunda hluta
alls gulls og silfurs, er kunni að finnast á konungsjörðum,
og af þvi er finnist á kirkjujörðum */i5, en af öðrum
málm-um, er finnist á konungsjörðum, 16, og á kirkjujörðum x/2o.
Mestöllum þeim ágóða, sem þeir feðgar kunna að hafa af

’) »Nam melior est magistratus bonus, quam lex bona. et lex est
magistratus mutus, magistratus vero lex loquens* segir Gisli.

s) Konungleg tilskipun 10. des. 1646. Lovsamling for Island I.,
bls. 233—234.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0140.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free