- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
129

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

129

slíkum málmgreptri, segir hann, að þeir muni verja til
fram-fara Islands. Enn fremur getur hann þess, að engin þjóð
muni vera jafn illa stödd sem Islendingar, sem ekki eigi
neinn opinberan sjóð eða landssjóð til almennra þarfa, en fé
sé afl þeirra hluta, er gjöra skal. »Þjóð vor«, segir hann,
»á engan sjóð og engar tekjur og verður því afllaus, mállaus
og heyrnarlaus að þola allar illgjörðir, móðganir og áreitni«.
Eignir á þjóöin engar, nema eina klukku á Þingvöllum, sem
notuð er til þess að hringja saman þingheimi til dóma, en
fyrir 16 árum sprakk liún, svo nú heyrist varla til hennar.
Ef þeir feðgar fá leyfl þau, sem þeir hafa beðið utn,
skuld-binda þeir sig til þess, að leggja sjálfir fé til og hvetja aðra
höfðingja til samskota, svo stofnaður verði landssjóður, er
geyma skal á Þingvelli, þar sem skóiinn á að vera. Hann
kveður það mjög æskilegt, ef konungur vildi mildilegast gefa
sjóð þessum 4. eða 5. hluta af fé því, er hann fær fyrir
óræktað land, en vill þó ekki halda þvi fast fram. Hvað
gjöld þau snertir, er kirkjur eiga að hafa af landi því, sem
rækta á, þá álitur hann það ekki nauðsynlegt og jafnvel
hættulegt, að láta presta fá það fé allt, því þeir geti, ef þeir
hafa of mikil fjárráð, orðið ráðrikir sem kaþólskir klerkar,
og sé því bezt að halda þeim innan fastra vébanda. Gísli
stingur þvi upp á því, að fénu sé^skipt að jöfnu milli konungs,
prests, skóla og kirkju.

Af því röð og regla er bezt i öllum hlutum, biður Gisli
Magnússon konung, að setja einhvern einn mann til þess, að
koma þessu öllu í verk og hafa yfirráð og umsjón með
fram-kvæmdunum. Býður hann sjálfan sig fram til þess, að annast
þetta örðuga verk. Mælist hann til þess, að þeim feðgum
verði i sérstöku bréfi veitt einkaleyfi þau, er þeir hafa sótt
um, en annað bréf sé erindisbréf hans sjálfs til þess, að
tak-ast á hendur umsjón nýbreytinganna, og sé honum og
erf-ingjum hans falinn á hendur starfi þessi, meðan þeir gjöra
þetta eptir vilja konungs. Loks biður Gísii stjórnina, að senda
sér upp á sinn eigin kostnað 5 menn, æfðan málmafræðing
og mvntmeistara, ullarvefara, skóara og söngfræðing.
Söng-fræðingurinn á að verða kennari á Þingvallaskólanum; Gísli

9

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0141.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free