- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
130

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

130

segir, að nógir kennarar í almennum fræðigreinum séu til á
ís-landi. en enginn. er geti kennt söng og hljóðfæraslátt, enda
sé sönglist vanrækt á Islandi og litils metin. Lofar hann að
halda alla þessa menn sómasamlega á sinn kostnað. Enn
fremur biður hann konung um leyfi til þess, að
myntmeist-arinn megi slá vanalega peninga á Islandi, úr íslenzku gulli
og siifri, og að bannað sé aö ílytja þessa peninga út úr
land-inu, en að öðru leyti skuli öll lög um peningasláttu haldast í
gildi; fer hann fram á, að myntmeistarinn fái nauðsvnlegustu
verkfæri úr sláttuhúsi konungs, og eigi kveðst hann á fyrsta
ári muni ætla sér að mynta meir en 4000 dali.

I öðru styttra bréfi til stjórnarinnar,1 sem liklega er ritað
nokkuð* seinna. gerir Gísli enn nokkrar uppástungur í 8
grein-um og eru þær nokkurskonar viðbætir við hinar fyrri; þar
er ekkert talað um aðalsættirnar, en um ýmislegt gagn og
nauðsynjar landsins. Gisli fer fram á, að konungur láti slá
sérstaka peninga fyrir Island, er samsvari innlendum
verð-mæli í landaurum, þannig, að 30 álnir jafnist hverjum
dönsk-um dal; minnsti peningur átti að vera J/2 alin, hinn mesti
10 álnir, öðru megin átti á peningunum að vera mynd
kon-ungs, hinu megin merki Islands. Af peningum þessum átti
að mynta 20 þúsund dali, og átti hver er vildi að fá leyfi
til að senda innlent efni (silfur) í sláttuhús konungs, svo
pen-ingana mætti gjöra úr því. Enn fremur fer Gísli frain á
það, að konungur veiti Islendingum fullt frelsi til þess, að
verzla við aðrar þjóðir með þær afurðir landsins, er danska
verzlunarfélagið ekki getur notað og þær, sem framleiðast
seinna af nýræktuðu landi og meó hinum nýja iðnaði, sem
Gísli ætiaði að koma á stofn. Hann beiðist þess enn fremur,
að einstakir menn og kirkjueigendur fái, samkvæmt fornum
lögum, að vera lausir við skatta af málmum, er finnast á
þeirra landeignum, en lofar að borga 2 dali fyrir hverja lest,
sem flutt er út fyrir takmörk ríkisins, nema 4 dali fyrir hverja

’) Res et scopus hactenus pro patria Islandia suscepti negotii.
A. M. nr. 192 B-4°, 3 bls. í folíó; afskript gjörð 1711 eptir frumriti
Gísla Magnússonar >quod communicavit Brynolfus Theodori de
Hlíðar-enda«.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0142.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free