- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
136

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

136

mesti fróðleiksmaður og unni mjög bókmenntum og vísindum,
má vel telja hann með lærðustu biskupum á íslandi, og hefir
það ekki verið tekið nægilega vel fram í bókum. hverja
þýð-ingu hann hefir haft í þeim efnum. Þórður Þorláksson
fram-kvæmdi áform Brynjólfs biskups Sveinssonar, að gefa út
ís-lenzkar sögur og gerði með því mikið gagn. Mest var Þórður
biskup hneigður fyrir stærðfræði og stjörnufræði, hann gaf út
rím og mældi hnatfstöðu Skálholts, eins og vér fyrr höfum
getið, og gerði uppdrátt af Islandi og Norðurhöfum. Þó Þórður
væri ekki annar eins dugnaðar og framkvæmdamaður, eins
og Guðbrandur langafi hans, þá hafa þeir þó að mörgu leyti
verið líkir að andlegu atgjörfi. íslandslýsing Þórðar
Þor-lákssonar er lang þýðingarmest rita hans, hélt hann þar áfram
starfi Arngríms lærða og vann með því mikið gagn; útlendir
fræðimenn fengu af riti þessu marga fræðslu um Island, en
ekki tókst Þórði samt að útrýma öllum kynjasögum um
Is-land, þar þurfti meira til, rótgrónir hleypidómar hverfa ekki
allt í einu.

íslandslýsing Þórðar Þorlákssonar1 er rituð í nokkuð
svipuðu formi, eins og bækur Arngríms Jónssonar, og er
aðal-tilgangur hennar, að leiðrétta missagnir og villur út.lendra
höfunda, en þar eru og rnargar sjálfstæðar lýsingar,
fleiri en í eldri ritum; það var alsiða í þá daga, að rita fremur
um skoðanir annara manna, en skýra írá sínum eigin
at-hugunum, enda gátu menn á þann hátt bezt sýnt bókvísi
sína og fróðleik. Riti þessu skiptir Þórður Þorláksson í tvær
deildir, fyrri deildin er um landið (6 kaflar), seinni deildin
(7 kaflar) um þjóðina. Fyrst talar Þórður um rit þeirra
Zenibræðra og efar sannsögli þeirra, þá um nöfn landsins
og landnám, og reynir svo með miklum lærdómi að sýna, aó

’) Theodorus Thorlacius: Dissertatio chorographico-historica de
Islandia. brevissimam insulæ hujus descriptionem proponens. ac auctorum
simul quorundam de ea errores detegens. Wittebergæ 1666-4°. Edit.

III. 1690, 24 blöð (án blaðsíðutals). Dr. Ægidius Strauch var forseti
við »disputatíuna*, og á titilblaðinu er nafn hans prentað með stóru
letri fyrir ofan nafn þórðar, þvi er ritið í sumum útlendum bókum af
fljótfærni höfundanna eignað Strauch.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0148.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free