- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
148

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

148

breytast aö smekk og lit. Snjókornin eru mismunandi aö
lögun og stærð, haglið er hnöttótt og á stærð við byssuhögl,
sem fuglar eru drepnir með. Af loptsjónum hefi eg séð
»ignis lambens« (hrævareld)1 og »draco volans« (vigabrand),
og opt hefi eg séð tvær aukasólir með þrem regnbogum, sem
gengið hafa gegnum þær og hina sönnu sól. Staðvindar eru
hér engir. Sædýptin er mismunandi við strendur landsins,
mest 80 faðmar. Hve mikið salt er i sjónum, veit eg ekki,
vanalega nota Islendingar ekki salt og þeir, sem gjöra það,

r

fá salt frá útlöndum. A björtum nóttum skín sjórinn, þegar
hann er sleginn með árum, eins og eldur, er snögglega brýzt
út úr eldstó; sjáfarföllin fara eptir hreifingu tunglsins, særinn
vex hér um bil um það leyti sem tunglið rís, og gengur niður
og fellur, þegar það er sunnarlega eða noróarlega. Vanalega
er hæzta flóð ekki yfir 16 fet, nema á vorin þegar mikil
hvassviðri ganga. þá rís sjórinn stundum allt að 20 fetum;
þeg-ar tungl er fullt og nýtt, er mest stórstreymi og lægst
smá-streymi. Af vötnum eru mörg á Islandi, flest upp til fjalla,
og eru þau full af silungi. Otal uppsprettur buna út úr
klettum og margir hverir eru og á íslandi, og eru sumir
svo heitir, að þeir á fjórða hluta stundar geta soðið stórt
kjötstykki, og er þannig hagað suóunni, að menn hengja katla
með köldu vatni, sem sjóða á ketið i, yfir hverinn, af þvi
menn óttast að ketið annaðhvort brenni eða kastist upp, þegar
hverinn gýs; hveravatnið herðir og steingjörir randir
hvera-opanna. Hæztu fjöll á Islandi eru ekki meira en fjórði hluti
úr þýzkri mílu á hæð, en um þau, sem eg hefi mælt, skal
eg gefa skýrslu seinna. Stór fjallgarður gengur um allt landið.
Ibúarnir búa í dölunum og fram með ströndunum. Fleiri
eldfjöll eru til á Islandi en Hekla, en öll eru þau hulin snjó.
Skekkja segulnálarinnar er til norðvesturs. Jarðvegur á
Is-landi er víðast leirkenndur, en sumstaðar sendinn, en hvergi
kritarkenndur. Akuryrkja er hér alls engin, vér notum að-

’) »Ignis lambens est meteoron ignitum ex fumo rariori et subtiliori,
qui accensus et per aérem dispersus rebus variis adhæret absque
læsione* (Casp. Hartholini Systema physicum. Hafniæ 1628. De meteoris
Cap. VII).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0160.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free