- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
149

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

149

fluttar vörur og eru þeirra helztar: bygg, hveiti, lérept og

r r

járn. sumrum er mikill fuglagrúi á Islandi, á vetrum eru
hér hrafnar, arnir, endur og álptir; hvert suinarfuglarnir fara

r r

vitum vér ekki. A Islandi er nóg til af hrossum, nautum,
kúm, kindum og hundum og sumstaöar eru hænsni; tóur eru
i fjöllunum, og þegar hafís kemur frá Grænlandi, koma á
honum margir, stórir birnir, sem gjöra mikið tjón. Naut og
kýr lifa á vetrum á heyi, en hross vor og kindur lifa
með-fram á grasi undir snjónum og mosa (the Corallin-mosse,

r r

call’d Muscus Marinus). A Islandi eru engir málmar það
vér vitum, en mikið er hér af brennisteini og sendum vér
af honum árlega út úr landinu tvo skipsfarma. Eg var nærri
búinn að gleyma, að segja yður frá mjög einkennilegri
at-hugun, er menn gjörðu árið 1642 hinn 13. maí, þá var
sjór-inn allur fyrir utan annesin í tvo daga svo gagnsær og
skín-andi, að skeljar og smásteinar á botninum sáust á 40 faðma
dýpi, og það svo hlutir þessir sýndust ekki vera meira en í
þriggja feta fjarska frá hliðum fiskibátanna, en þegar
fiski-menn sáu þetta, urðu þeir svo hræddir. að þeir þegar reru í
land og fluttu fregnina um alla byggðina. Atburður þessi
byrjaði um kl. 9 um morguninn og staðfestu hann margir
heiðarlegir og skilríkir menn«.x

f’essu næst koma tveir merkir íslenzkir náttúrufræðingar
til sögunnar, feðgarnir Þorkell og Þórður Vídalín. Þeir
gjörðu allmiklar sjálfstæðar rannsóknir, er snerta náttúru
Is-lands. porkell Arngrímsson Vídalín var fæddur á Melstað
1629, gekk í Hólaskóla og naut þar tilsagnar Runólfs
Jóns-sonar, sigldi svo til háskólans í Kaupmannahöfn 1647 og var
innskrifaður í stúdentatölu 16. des. s. á.; hafði faðir hans falið
hann á hendur vini sínum Ola Worm2 og hefir Worm
auð-sjáanlega haft mikil áhrif á lærdómsstefnu hans. Vísindalifið
var í þann mund, sem vér fvrr höfum getið, mjög fjörugt

’) An accompt of D. Paulus Biornonius, residing in Iceland. given
to some Philosophical Inquiries concerning that country formerly
recom-rnended to him from hence. (Philosophical Transactions. Vol. IX.
London 1674. Nr. 111., bls. 238-240-4°).

2) 0. Wormii Epistolæ I., bls. 347—348.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0161.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free