- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
150

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

150

við háskólann, og þó einkum i náttúrufræði og læknisfræði,
og var hver kennarinn öðrum fremri; hefir Þorkell eflaust
ky.nnzt hinum helztu fræðimönnum i Höfn, enda hafði hann
bréfaskipti við þá löngu seinna, er hann var seztur að á
Is-landi. Arið 1649 hafði Þorkell lokið guðfræðisnámi við
há-skólann og fór þá snöggva ferð til íslands, ritaði Oli Worm
meðmælingarbréf með honum til Þorláks biskups Skúlasonar
og hrósar honum fyrir gáfur og siðprýði, en segir hann hafi
verið fremur heilsutæpur: stóð þá til að Þorkell yrði heyrari
á Hólum,1 en af þvi hefir ekki getað orðið, þvi hann fór þá
jafnskjótt utan aptur og tók nú einkum að leggja stund á
náttúrufræði og læknisfræði. Frá Kaupmannahöfn fór
Þor-kell til Hollands, en eigi vitum vér, hver hefir styrkt hann til
þeirrar ferðar, 1651 er hann í Leiden og ritar þaðan Worm
kennara sínum, hefir þá verið mikill hugur í honum, að stunda
náttúruvísindi og ferðast og rannsaka siðan gæði Islands,
málma og annað þvílíkt, en fé mun hafa brostið til stórra
framkvæmda.2 Eigi vitum vér hve lengi Þorkell hefir dvalið
í Hollandi, en líklega hefir það ekki verið lengi, því næsta
ár (1652) heldur hann tvo fyrirlestra (dispútatiur) í
Kaup-mannahöfn3 undir forustu Runólfs Jónssonar, sem þá var
aptur kominn til Hafnar. Árið 1653 fór Þorkell Arngrímsson
til Noregs og var þar við námugröpt hjá Jörgen Bjelke, bróður
Hinrik Bjelke höfuðsmanns, en var svo sendur af stjórninni
til þess að leita að málmum á íslandi 1655 og fékk til þeirrar
ferðar 100 dali. var honum fenginn norskur námumaður til
fylgdar og aðstoðar.4 Hvar Þorkell hefir ferðazt á Islandi
eða hvað honum hefir orðið ágengt, vitum vér ekki. en það

’) 0. Wormii Epistolæ I.. bls. 115-116. II. bls. 1113—1114.

3) 1 Hollandi kynntist f>orkell ýmsum fræðimönnum. meðal annara
Jacob Golius, og gaf bann honum handrit af Njálu. en þá bók keypti
danskur maður síðar í Leiden. að Golius dauðum. og gaf Árna
Magnús-syni. Catalog over A. M. hándskriftsamling I., bls. 654. Hdrs. J. S.
nr. 333-4°.

3) »De definitione et partibus physicæ« og »De tempore«. Sbr.
B U. H. Add. nr. 3. fol., bls. 10.

*) Magnús Ketilsson: Forordninger og aabne Breve III., bls. 58—59.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0162.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free