- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
151

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

151

sést á sögu einni, er Jón Grunnvíkingur segir, að hann hefir
eigi eingöngu skoðað fjöll og steina, heldur einnig brotið hauga.
»Pétur bergmaður norskur var með síra Þorkeli, er hann
gróf í Kórmakshaug i Melsnesi, sem enn má sjá ferkantaða
gróf eptir, og er sagt snemmendis morguninti eptir hljóp hann
sem ærr væri frá Mel út í nesið og mokaði moldinni ofan í
apturs.1 Næsta sumar fór Þorkell utan aptur, en 1658 kom
hann alfarinn heim til Islands og hafði þá fengið Garða á
Alptanesi. Konungur hafði boðið sira Þorkeli að rita
náttúru-sögu Islands, en til þess að þvi yrði framgengt, varð hann
að ferðast um landið og hafa aðstoðarprest á meðan, til
þessa hvorutveggja voru tekjur Garðaprestakalls of litlar og
fékk hann því 7. maí 1664 vonarbréf fyrir Breiðabólsstað i
Fljótshlið eða Staðarstað,2 hvoru þeirra brauða sem fyrr
losnaði, en sira Þorkell dó 5. des. 1677, áður en brauð þessi

r

urðu laus. Pétur Amundason, er seinna (1690) varð prestur
á Mosfelli. var um tíma aðstoðarprestur hjá síra Þorkeli i
Görðum, en Pétur þessi var ekki neinn sérlegur sómamaður3
og mun hafa orðið að litlum notum.

Síra Þorkell giptist 1660 Margrétu dóttur Þorsteins prests
í Holti undir Eyjafjöllum, Jónssonar prests í Vestmannaeyjum.
Þorsteinssonar er Tyrkir myrtu. Margrét var framkvæmdar-

J) Um þá lærðu Vídalína. Hdrs. J. S. nr. 68 fol. (kap. 6.).

’) Vonarbréf þetta var staðfest 21. maí 1672. Magnús Ketilsson:
Forordninger III.. bls. 115. 262. Alþingisbókin 1667, nr. 1.

3) »Síra Pétur á Mosfelli var launson Amunda pormóðssonar i
Skógum, við niðursetningarkertingu. hann var ekki óskarpur í bókinni
og prédikuninni. en plúmpur i framgöngu og lifnaði. helzt þá hann
hafði nokkuð i kolli; þó dimitteraður væri frá skólanum. fékk hann
samt ekki prestsvígslu. nema áður vildi útstanda disciplinam scholasticam
af docenlibus et discentibus, fyrir óforsjállega vitnisburði. sem hann og
Pétur prestur Rafnsson höfðu útgefið skólameistaranum Gísla
Einars-syni, um ötraus sneiðilegt þeirri heiðurskvinnu Solveigu ísleifsdóttur i
Holti. P. Á. vigðist 1658. var fyrst kapellán hjá Jóni Daðasyni í
Arnar-bæli, síðan hjá sira þorkeli i Görðum og síðast hjá Einari presti á
Mosfelli. Flestir vildu koma honum frá sér og var fengið fyrir hann
veitingarbréf fyrir Mosfelli«. Prestaæfir Jóns Halldórssonar. Lbs. nr.
374-4°, bls. 509—10.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0163.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free