- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
152

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

152

kona mikil og skörungur, hún dó i Skálholti 1706. Þau áttu
saman 4 börn, sem komust til fulloröins ára, 3 syni, hina
merkustu menn, Þóró lækni, Jón biskup og Arngrím
skóla-meistara i Nakskov, og eina dóttur Guðrúnu (f 1707), er giptist
sira Artia Þorvarðssyni á Þingvöllum. Þorkell Arngrímsson
var mjög vel að sér í náttúruvísindum, en ýmsar óheppilegar
kringumstæður ollu þvi, að fróðleikur hans i þeim greinum varð
minna að notum heldur en skyldi. Sira Þorkell var hinn bezti
læknir og höfum vér áður getið um lækningabók hans, lék
mjög orð á því, hvað honum tækist vel, og sköpuðust um
það ýmsar sögur, það var t. d. sagt, að hann gæti læknað
sár fjarverandi manna, ef hann aðeins fékk sent blóð úr
sárinu; hann var allvel hagmæltur, þó ekki fengist hann mikið
viö skáldskap;1 hann var spaklyndur maður og hæglátur, og
að sögn Páls lögmanns nokkuð málstirður, er hann prédikaði,
»en talaði allt, sem hann fór með, hégómalaust og vel
grund-að«. I trúarskoðunum var hann frjálslyndur og gat ekki
fellt sig við óbilgjarnar trúarskoðanir, trúarofsa og trúardeilur,
og var slíkt sjaldgæft á þeirri öld.2 Sagt er að síra Þorkell
hafi verið lítill búmaður og töluvert hneigður til ofdrykkju,
og var einkum hin síðustu ár opt ölvaður, og mælti þá ekki
orð, var hann sökum þess minna metinn, en hann átti skilið

’) Jón Grunnvíkingur segist hafa heyrt eptir hann tvö kvæði. annað
byrjaði svo: »Undarlegan heimsins hátt, hér mun verða að segja« og
viðkvæði: »vafin er hún böggum hin virta mey, þeirunna plöggum, en
þorngrund ei«; kvæði þetta var 7 erindi og efni þess, að góð kona væri
hið bezta í heiminum. Hitt kvæðið var um gullið, 19 erindi, og byrjaði
svo: »Fyrsti tel eg fuglinn ræði, um fegurð heims og margföld gæði<,
en viðkvæði: »fagurt sungu fuglarnir í heiði«. Hist. lit. Isl. B. U. H.

* Add. 3. fol., bls. 10—11.

’) I formála fyrir Davíðssálmum Jóns þorsteinssonar, Hólum 1662,
segir síra f>orkell: »eg vil nú ei tala um þá haturssömu tvídrægni og
þráttanir, sem eru um trúarinnar greinir og skilning ritninganna,
hvorjar rísa af því, að þeir sem þær elska eru holdlegir og holdlega
sinnaðir. hafandi ekki þann anda, sem alla hluti rannsakar og einnig
dýpt guðdómsins; hvor þess vegna girnist þá réttu heimuglegu og huldu
guðs speki, hann leiti hennar í orði drottins, því orð hins hæzta guðs
er brunnur vizkunnar<.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0164.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free