- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
162

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

162

til lækninga. í fornu handriti í bókhlöðu konungs i
Kaup-mannahöfn, sem vér höfum fyrr nefnt,1 er meðal annars
getið um grös þau á Islandi, er nota má til lækninga, og
segist höfundurinn hafa ritað um grösin eptir Þórði Vídalín,
þvi hann hafi af reynslunni bezt vitað um verkanir hinna
íslenzku grasa. I jurtalista þessum eru talin 40 islenzk grös
og 5 berjategundir að auk; grösunum er ekki lýst, en opt er
getið um í hvaða jarðvegi þau helzt vaxi hér á Islandi;
aðal-málið er um notkun grasanna til lækninga, og er engum
hjátrúarsögum blandað innan um, og er það þó alltítt i þá
daga. Nöfn grasanna eru i riti þessu bæði á latínu og
ís-lenzku, en viða hafa nöfnin aðrar merkingar en nú.2

19. Norræn rit um Island.

Þess hefir fyrr verið getið, hverja þýðingu vísindalifið
við háskólann i Kaupmannahöfn hafði fyrir Islendinga, en
Islendingar stuðluðu aptur á móti að því, að útlendingar fengu
nú þegar nokkra hugmynd um fornöld Norðurlanda.
Arn-grímur lærði vekur fyrst áhuga manna á sögulegum fræðum,
og svo taka aórir við. Fyrir tilstilli Ola Worms og annara
varð það tízka í Danmörku, að stórhöfðingjar tóku að styðja
fornfræðisiðkanir, beinlinis og óbeinlínis, og um miðja öldina
fóru Sviar að stunda hin sömu fræði, og fengu Islendinga
sér til hjálpar; kepptust Sviar og Danir hver við aðra í að

’) Nucella rerum vegetarum Islaudiæ. Kalls Samling, nr. 627-4°.

J) Þórður Vidalín kvað hafa ritað eða lagt út bók um
yfirsetu-kvennafræði, hann lagði og út á íslenzku rit um eðlisfræði eptir C.
Bartholin (Systema physicum, Hauniæ 1628), hann sneri Hallgríms
sálm-um og Kristnissögu á latínu og orkti latínska sálma og latínsk erfiljóð
eptir Jón bróður sinn o. fl. Rit þau, er snerta æfi |>órðar Vidalíns og
eg hefi notað, eru þessi: F. J. Hist. eccles. III., bls. 537—38. Hálfdáo
Einarsson: Hist. lit. Isl. 1786, bls. 93. Jón Grunnvíkingur: Hist. litter.
Isl. B. U. H. Add. nr. 3. fol., bls. 93 og 148. Jón forkelsson: Specimen
Isl. n. barb., J. S. nr. 333-4°, bls. 181—83. Hdrs. J. S. 298-4°.
Hand-rit Jóns Marteinssonar í Ny kgl. Saml. nr. 1274. fol. og í Thotts
Samling. nr. 961. fol.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0174.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free