- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
169

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

169

eignazt. Fyrst getur hann um íslenzkan leir (ochra), sem
hann segir aö Torfi Jónsson hafi sent sér, leir þessi er úr
hól nokkrum nálægt Hólum i Grimsnesi, og er mælt að
forn-menn hafi haft helgi á hólnum. Torfi segir að kvennmaður
hafi einhverntíma andast þar á hólnum, og hún var svo
helg, að hún birtist þeim er framhjá gengu, með óvanalegum
ljóma, eins og kertaljós, af þessu komst helgi á hólinn. Leir
þessi er dökkgulur, stundum nokkuð bitur á bragðið, litar
hendurnar gular og dettur i dust, ef við hann er komið; ef
leirinn er lagður við líkamann, þar sem verkur er, segja menn
að verkurinn hverfi, en sjaldan er Ieirinn notaður við
inn-vortis sjúkdóma. Worm segir að ýmsar aðrar leirtegundir
dreifi bólgu.

I safni sínu geymdi Worm ennfremur léreptspjötlu úr
skipssegli, er öskudust úr gosi Mýrdalsjökuls 1625 (Módals
Jokul) hékk við; sjómaðurinn, sem færði honum pjötluna,
sagði svo frá. að hann hefði verið á siglingu nálægt Niðarósi
i septembermánuði 1625, þá hefði allt i einu sézt ógurlegt
ský, úr þvi hefði ekki rignt vatni, heldur ösku og mold, sem
þakti allt skipið og hékk svo fast við seglin, að ekki var
hægt að ná henni af þeim; þó langt sé liöið frá, segir Worm,
að enn sjáist menjar öskunnar í seglpjötlunni. Þar næst
lýsir Worm gosinu stuttlega, eptir frásögn þeirri, er hann
hafói lesið i riti Þorsteins Magnússonar, er kom út 2 árutn
eptir gosið.1 Þó segir Worm seinna í bókinni (bls. 329), að
aska þessi hafi komið úr Heklu, en þetta mun byggt á
mis-gáningi. Worm getur þess, að brennisteinn sé fluttur óhreinn
frá Islandi og siðan hreinsaður; sá sem fæst úr Heklu er
grár að lit, holóttur og léttur, með gljáandi kornum og æöum
af hreinum brennisteini, úr honum sjóða kaupmenn hreitaan
brennistein og selja. Worm segist hafa fengið gulleitt efni
frá Islandi líkt hvalsauka, en þó nokkuð óvanalegt að útliti;
hann nefnir einnig nokkurskonar kol frá íslandi og Færeyj-

Sandferdig og kort islandiske Relation om det forferdelige og
gruelige Jordskelff, som skedde for 0sten paa Island, hoss Tyckebey
Kloster o. s. frv. Paa Dansk ved Nicol. Helduader. Kbhavn 1627-4°.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0181.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free