- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
174

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

174

sé mjög illviðrasamt, þó er þar viða frjór jarðvegur og
beitar-lönd fyrir stórar hjarðir, viðáttumiklar sléttur eru sumstaðar
undir fjöllunum og eru þar mörg þorp og bæir, þeir eru
•byggðir úr bezta torfi eða úr tré og grjóti. í mánuðunum marz,
apríl og maí ganga vestan og norðanvindar á víxl, og þá
rekur hafís að ströndum landsins. Halda Islendingar að
haf-ísinn komi úr norðurhafi við Grænland og rekist fremur
áfram af straumi en af hagstæðum vindi. Isinn er flatur og
barinn saman af öldum og vindi, og er að lita yfir hann
eins og stóra sléttu. en þó er hann svo harður, að varla er
hægt að vinna á honum með öxi; yfir þessar isbreiður má
ganga, og opt eru þær svo stórar, að ekki sést út yfir þær
af hæztu fjöllum. Auk þess kemur að ströndum Islands
önnur tegund af hafis og eru 2/3 hlutar hans í sjó, en upp
úr standa þó 56, 60—70 faðmar; ísarnir liggja við ströndina
þangað til hvassir sunnanvindar hrekja þá burtu. Með
haf-ísnum koma birnir, sem opt eru stærri en íslenzkir hestar,
og þegar þeir koma á land, þá eta þeir þá fæðu, er fyrst
verður fyrir þeim, og sækjast eptir henni framvegis, ef þeii’
þannig i byrjun hitta vopnlausa menn, þá er ekki nóg með
það að þeir eti þá, heldur sitja þeir framvegis ávallt um
menn, ef þeir fyrst ná í búfé, sækjast þeir síðan eptir þvi,
og ef þeir hvorki hitta menn né fénað, lifa þeir á jurtum og
grasi. Það er náttúra þessara bjarndýra, að þau reyna til
þess að komast heim til sín með þeim hinum sama ís, sem
þau hafa siglt á til íslands. Ef dýrin hafa komizt svo langt
upp í land svo eigi sér til sævar, og þau grunar að hagstæður
vindur brátt muni reka ísinn burt, þá klifra þau upp í há
fjöll til þess að sjá ísinn þaðan, og ef birnirnir sjá að ísinn
er losnaður frá iandi, þá elta þeir hann syndandi. Ibúarnir
hafa af daglegri reynslu orðið þess áskynja, að fiskum þeim
förlast sjón, er lokkast af glampa íssinns, svo þeir verða
blindir á þvi auga, er að isnum snýr.1 I norðanveðrum
rekur til Islands mikil gnótt trjáviðar, og fá menn þannig
skipavið, húsavið og eldivið fyrir ekkert; sum af trjám þessum

Sbr. Svarfdæla annáll 1695. Lbs. nr. 158-4°.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0186.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free