- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
175

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

eru hulin grænum berki, sum eru rifin upp með rótum, sum eru
ormsmogin. Þar á landi eru engin rándýr nema tóur, þar eru
engin tré nema einir, viðir og birki; þar vaxa ýmsar tegundir
jurta, og vita íbúarnir nöfn þeirra og náttúru, þar er mikið af
hvönnum og eta Islendingar þær nýskornar af rótinni með
smjöri. Þar til fjalla vaxa grös, sem alltaf eru græn, þau kalla
íslendingar fjallagrös, þeir sjóða þau í mjólk, gjöra úr þeim
graut og eta hann með skeið. A klettum við sæ og á
fjör-um. er sjór fellur af, er mikið af þangi, það leggja menn i
uppsprettuvatn og þurka það svo á þurrum stað og herða
í sólarhita; þegar þangið er orðið þurt, geymist það bezt i
tréílátum og verður þá hvitt á lit eptir nokkurn tima og
sætt eins og sykur; þang þetta eta Islendingar með smjöri.

Erasmus Bartholin var mjög frægur fyrir rannsóknir sinar
i eðlisfræði, einkum fyrir rit sitt um ljósbrot í íslenzku
silfur-bergi.1 Hann hafði fengið silfurberg frá Reyðarfirði, mældi
nákvæmlega horn skáteningsins og fann, að silfurberg klofnar
í þrjár stefnur, svo fram koma eintómir minni skáteningar;
hann tók eptir þvi, að allt tvöfaldaðist, er sást gegnum
silfur-bergið og að ljósgeislarnir, er klofnuðu, brotnuðu ekki eins,
önnur ljóskvíslin fylgdi vanalegum ljósbrotslögum, en hin ekki;
hann tók líka eptir þvi, að ljósgeislinn klofnaði ekki, ef hann
fór vissar stefnur gegnum krystallinn. Hann reyndi að gjöra
sér grein fyrir hinu óvanalega ljósbroti hins klofna ljósgeisla
og færði rök fyrir því, að orsökin mundi vera innri bygging
krystallsins og lega smárúma þeirra, er ljósið færi gegnum. Ekki
komst hann þó svo langt, að hann uppgötvaði fullkomlega
eðli ljósgeisla þess, er óreglulega brotnaði (Polarisation), en
athuganir hans urðu undirstaða undir stórmerkilegar
rann-sóknir2, mjög þýðingarmiklar fyrir ljósfræðina og eðlisfræðina

’) Erasmus Bartholin: Nova experimenta crystalli Islandici
dia-clastici, quibus mira etinsolita refractio detegitur. Hauniæ 1669 og 1670-4°.

’) Hinn mikli náttúrufræðingur Christiaan Huygens fann fyrstur
»polarisationt ljóssins 1678, en gaf ekkert út um rannsóknir sínar þar
að lútandi fyrr en 12 árum síðar, þá ritaði hann um geislabrot í
ís-lenzku silfurbergi i hinu fræga riti: Tractatus de lumine. Haag 1690,
kap. 5. 1 þessu riti lagði hann grundvöllinn til þeirrar skoðunar á
eðli ljóssins. er allir nú fylgja (undulationstheori).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0187.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free