- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
176

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

176

í heild sinni. Sökum þessara rannsókna var í fyrsta sinni
árið 1668 til muna farið að taka upp silfurberg hjá
Helgustöð-um eptir boði Friðriks III., þangað var sendur steinhöggvari
og annar maður honum til aðstoðar.1 Visindamenn í öðrum
löndum hafa líklega þá þegar fengið silfurberg það, er þeir
þurftu til rannsókna sinna, frá Kaupmannahöfn eins og nú.

Þau rit, sem vér þegar höfum nefnt, rituðu danskir
vís-indamenn og háskólakennarar á latinu, en þá verður að
minnast þess, er ritað var á dönsku um Island og ætlað

r

alþýðu. A miðri 17. öld ritar Jens Lauridsen Wolf lengsta
lýsingu Islands, lýsing hans er allmerkileg, einmitt af því hún
er full af hjátrú, kerlingabókum og þjóðsögum, er sýna
hugs-unarhátt þeirra tima og daglegt hjal um fjarlæg lönd; engan
annan fróðleik er hægt að finna í bók þessari. J. L. Wolf
var fæddur 1582, varð stúdent 1607, gjörðist svo borgari
og bóksali í Hróarskeldu og fluttist síðan tii
Kaupmanna-hafnar, þar dó hann 70 ára; Wolf hefir ritað tvær stórar
landfræðisbækur, aðra um Noreg, hina um Danmörk.2 I
land-fræói Noregs er iangur kafli um ísland.3

Wolf talar fyrst um stærð Islands, og segir það sé 60
mílur á lengd, en 30 á breidd, skýrir því næst frá landnámi
og talar um skóga á Islandi í fornöld, og segir að
íslend-ingar hafi byggt hús og skip úr innlendum trjáviði; til forna
verzluðu íslendingar einkum við Englendinga og íra, og heldur
Wolf, að þeir hafi fengið sauðfé frá Englandi, segir hann að
sumir bændur eigi mörg hundruð fjár, og sé féð stórvaxið og
ullin mjúk. Wolf segir að íslendingar stæri sig af því, hve
ættstórir þeir séu, og að sumir séu jafnvel af konungaættum,
segir hann að Islendingar séu hugaðir og stirðir i lund og
vilji ekki láta hver undan öðrum, og af þvi hafi margt illt
hlotizt, manndráp og brennur. Frá Grænlandi kemur mikill
hafis til íslands og veldur hann miklu óheilnæmi fyrir menn

l) Lovsamling for Island I.. bls. 321. Konungsbréf 11. april 1668.

J) Encomion regni Daniæ eller Danmarks Riges Lov. Kbhavn 1654-4°.

3) Norrigia illustrata eller Norriges med sine underliggende Lande
oc 0er kort oc sandfærdige Beskriffvelse etc. Kjöbenhafn 1651-4°.
þar er á bls. 203—253: >Om Island oc h\ns Underligt der findis*.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0188.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free