- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
191

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

191

er uppvakningurinn kom, allur sviðinn og svertur af reyk og
eldi, þá varð hinn svo hræddur, að hann missti vitið. Resen
getur þess einnig, að galdrakonur geri út tiibera, til þess að
fljúga undir skepnur annara, hann talar og um tilberasmjör,
að það drafni i sundur, ef það er krossað o. s. frv.

Þetta eru nú þjóðlestir Islendinga, en þá koma kostir þeirra,

og eru þeir miklu fleiri; Resen segir að Islendingar séu mjög

þolnir og þolinmóðir, og að gestrisni þeirra sé framúrskar-

andi, sérhverjum aðkomumanni er veittur ókeypis matur og

drykkur og menn geta ferðazt. um allt landið, án þess það

kosti einskilding að fæða sig. íslendingar eru mjög góð-

gjörðasamir, nægjusamir og ánægðir með iitið, þeir eru iðnir,

hvatir til verka og skorpuharðir, þeir eru svo hneigðir til

bókmennta, að sérhver bóndi lærir að lesa og skrifa, sumir

læra það af foreldrum sinum, sumir af sjálfum sér, með með-

t

fæddri ástundun og æflngu. Fyrrum voru Islendingar
frá-sneiddir drykkjuskap, en nú er þeim farinn að þvkja sopinn
góður. Resen hrósar Islendingum einnig fvrir það, að þeir
séu sannorðir og áreiðanlegir og haldi loforð sin dyggilega,
enn fremur segir hann þá guðrækna, svo að þeir fúsar og
fljótar tóku kristni en Norðmenn, og siðan siðbótin komst
á, hafa þeir snúið mörgum guðsorðabókum á islenzka tungu.

I 29. kap. talar Resen um undarlega hluti, sem gerzt
hafa á íslandi, og kennir þar margra grasa, flest hefir hann
tekið úr annálum, líklega mest úr annálum Gisla biskups
Oddssonar; þar talar Resen rneðal annars um myrkur i lopti
(liklega af eldgosum og öskufalli), um teikn á sól og tungli,
aukasólir og krossmark á tungli, svo um einkennilegar
stjörn-ur, einkum um halastjörnur, um harða vetra, snjóamikla, og
stórrigningar, um loptsjónir, sandfall úr lopti, blóð á brauði
o. s. frv. Þá getur hann um stunurnar i Kirkjubæjarklaustri
1336, er annálar nefna, og svo um skrímsli, drauga og álfa,
hann getur og um risa og tröllskessur, um skyggna menn og
um kraptaskáld, er kveða hver á annan holdsveiki og annað
ólán, kveða tóur dauðar o. s. frv., hann talar svo um
spá-konur og undur helgra manna i páfadómi. og telur svo að
lokum landfarsóttir þær, sem gengið hafa á íslandi. í tveim

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0203.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free