- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
192

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

192

síðustu kapítuluuum (30—31) tínir Resen ýmislegt saman úr
annálum, er snerlir kirkjusögu og verzlunarsögu íslands.

r

A konungsbökhlöðu í Kaupmannahöfn1 er lýsing
Dan-’merkur, liklega rituó rétt fyrir 1700, og er þar íslands getið.
Höfundurinn talar um landnám og kristnun landsins, og heldur
að það sé hin forna Thule, hann segir aó Island sé 120
milur á lengd og 38 á breidd, þá nefnir hann stuttlega
skipt-ingu landsins í fjórðunga, biskupsstóla, kirkjur og skóla, og
segir að kirkjurnar séu úr staurum og þaktar næfri (eins og
í Noregi). Loptslag segir höf. að sé milt og heilnæmt, svo
menn verði mjög gamlir; hafisinn segir hann liggi sjaldan
meir en tvo mánuði fyrir norðan, en syðra komi hann aldrei.
Jarðvegur segir höf. sé ekki eins vel lagaður til kornyrkju,
sem í Danmörku, en þó vaxi nokkuð korn á Austurlandi;
þegar Englendingar höfðu verzlun á lslandi, segir höf. að
þeir hafi flutt þangað sauðfé og tímgist það ágætlega, margar
kindur segir hann hafi 4—5 horn, eu nautgripir séu kollóttir;
hann getur þess og sem aðrir, að mýs þrífist ekki i Grímsey.
Garðvrkju kveður hann því nær enga á íslandi, og skógar séu
þar heldur ekki, en hafi verið miklir til forna; íslendingar verða
nú að nota rekavið. Höf. segir enn fremur, að á Islandi finnist
margir málmar og gimsteinar, hæzta fjall sé Snæfellsjökull
og hann sjáist 30 vikur sjóar (Uger söes) af hafi; því næst
telur hann nokkrar ár og vötn, og segir að íslenzkir refir
breyti lit á vetrum, nefnir nokkra fugla, og segir að heitar
uppsprettur séu margar á íslandi, einkum sé ein merkileg í
Norður-Þingeyjarsýslu (Uxahver?); loks talar hann dálítið um
landsháttu og stjórnarfar og leggur svo út kafla úr Saxó.

í öðru handriti í sama safni2 er íslands líka getið
lítil-lega. Þar segir, að á sunnanverðu Islandi sé landspláss,
tvær mílur að ummáli, sem heitir »Föskebot«, þar er fen
með trjám í, 8—16 álna löngum og 2—3 álna digrum. Vatnið
er gult og svo er viðurinn þegar hann kemur upp, en verður
síðan bláleitur, og má teygja hann og beygja sem gyrði.

’) Danmarkis Beskrifvelse. Ny kgl. Samling, nr. 371. fol. ísland á
bls. 429—457.

2) Tbotts Saml. nr. 508-8vo.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0204.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free