- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
194

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

194

fiskar, fagurt vaðmál, ágæt villidýr, einkum bláleitir, svartir
og hvítir refar; þar er mikið af hvölum, rostungum, fuglum,
gæsum (bomgjes), heitum laugum, skögum, stöðuvötnum, og
allskonar vörum, sem eru gulls og silfurs virði í öðrum
lönd-um«. Absalon Pétursson segir enn fremur, að Island sé
stærst af skattlöndum Noregs og þar séu tveir biskupsstólar,
annar fyrir norðan og hinn fyrir sunnan, hann talar um
Hrærek konung og um það, hvernig landið fannst.1

Hinn norski prestur Feder Claussön (1545—1623) reit
snemma á 17. öld bók, sem heitir lýsing Noregs,2 en er þó
inest sögurit, þar getur hann Islands í 33. kapítula. Það
sem síra Pétur segir um Island, er mest sögulegs efnis, þar
er getið um landnám Islands, leiðir þangað, fornan átrúnað og
um kristnun landsins; að lokum talar hann nokkuð um
þjóð-ina og segir, að íslendingar hafi síðan land byggðist verið
drambsamir og þrjózkir og hafi litið smáum augum á
Norð-menn, því þeir segðust vera komnir af hinum tignustu ættum
í Noregi, þessvegna þyldu þeir enga höfðingja yfir sér; þó
segir hann þeir hafi haft lögmann yfir landinu og skipt því
í 4 fjórðunga. Segir Peder Claussön, að Islendingar hafi verið
gjarnir til upphlaupa, hafi, eptir að ísland komst undir
Noregs-konung, rekið burt og drepið suma sýslumenn konungs, þeir
hafi jafnvel tekið Jón biskup (Gerreksson) i Skálholti, bundið
stein við háls honum og drekkt honum. Peder Claussön
talar mikið um óöld, manndráp og brennur til forna og um
ofstopa og illdeilur íslenzkra höfðmgja, þessi sífelldi ófriður
hefir verið landsins mesta pest, því eiginlegar drepsóttir koma
þangað sjaldan eða aldrei; ef íslendingar hefðu eigi drepið

’) Absalon Pederssön: En sann beskrivelse om Norige (Norske
Magazin. Udg. af N. Nicolaysen. I. Christiania 1860. bls. 67—150).
íslands er þar getið á bls. 99—100. Sbr. Ny kgl. Samling. nr. 1542—
1543-4°.

’) Norriges oc omliggende 0ers sandfærdige Bescriffuelse
ind-holdenis huis vært er at vide, baade om Landsens oc Indbyggernis
Leilighed oc Vilkor, saavel i fordum Tid, som nu i vore Dage.
Kjöben-haffn 1632-4°; önnur útg. 1727-8vo (kap. 33, bls. 154—170). Um Peder
Claussön í Nordisk Tidskrift for Oldkyndighed I., 347-48. N. M.
Peter-sen: Dansk Lit. Hist. III., bls. 428.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0206.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free