- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
197

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

197

höfðu haft af íslenzkum mat. Síðan hittu þeir biskupinn í
Skálholti og bauð hann þeim heim til sin i þinglok; i
Skál-holti voru þeir 4 daga og 4 nætur og var þar vel veitt, bæði
steikt og soðið kjöt og fiskur og ágætur lax, en allt var það
saltlaust, en þó var salt á borðum, sem þeir gátu notað;
íslendingar notuðu saltið aldrei, því þeir hafa vanið sig á að
borða allt saltlaust; þar fengu þeir líka hangikjöt, en þeim
fannst það þurrt og bragðlaust eins og kaðalspotti. Þar var
litið um brauð, en nóg öl, bæði Hamborgaröl og lybskt öl.
Áður en þeir fóru hélt biskup þeim veizlu, og voru þá
born-ar inn fimm könnur, var vín í einni, öl í annari, hunang i
hinni þriðju, brennivín i hinni fjórðu og mjólk í hinni fimmtu,
var þessu öllu blandað saman; þetta gátu þeir ekki drukkið,
en þeim var þá borið vín og öl óblandað, biskup og hans
fólk drakk blönduna. Að skilnaði gaf biskup þeim 20 álnir
af vaðmáli og tvo spæni, annan úr horni, hinn úr hvalbeini,
bað biskup þá fyrirgefa, að hann gæfi þeim ekki peninga,
þvi hann ætti þá ekki til. Siðan léði biskup þeirn hesta og
fylgdarmann og gaf þeim nesti til fararinnar. Biskup skrifaði
höfuðsmanni með þeim og bað hann um far fyrir þá á skipi
hans, en þar voru öll rúm full, svo höfuðsmaður útvegaði
þeim far með skipi frá Hamborg og borgaði fyrir þá
far-gjaldið, það vissu þeir þó ekki fyrr en seinna, svo þeir
borguðu líka sjálfir Hamborgurum farið. skipstjóri var ekki
ráðvandari en svo. A heimleiðinni fengu þeir mestu
hrak-viðri, en komust þó á átta dögum til Hamborgar. Ekki er gott
að segja með vissu, hvar þeir Streyc hafa fvrst komið á land
á Islandi, annaðhvort hefir það verið í Kumbaravogi, nálægt
Bjarnarhöfn, eða í einhverjum vogi við Þórsnes; þó þeir hafi
lagzt á Kumbaravog, getur vel verið, að Streyc hafi viljað
auðkenna staðinn með þvi að nefna Helgafell, þvi það fjall
var frægast þar í nánd. Biskupinn, sem þeir hittu, hefir
eflaust verið Oddur Einarsson, en höfuðsmaðurinn líklega
Herluf Daa.

Næst á eptir ferðasögunni kemur landlýsingin, og er hún
meginefni ritsins.

Fyrst talar höfundurinn um nafn landsins og segir, að

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0209.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free