- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
214

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

214

og fór Martiniere þaðan landveg um hinar norsku og
rúss-nesku Lappmerkur, þvi næst létu þeir aptur frá landi og
kom-ust norður undir Spitzbergen, en urðu frá að hverfa, héldu
þeit svo austur á bóginn og komust á sjó og landi allt austur
vfir Uralfjöll til Síberíu, sigldu svo til Nova Zembla og þaðan
heimleiöis. Af öllu þessu ferðalagi segir Martiniere hinar
mesta tröllasögur og allskonar undrasögur, um löndin og íbúa

r

þeirra. A heimleiðinni hröktust þeir vestur að Grænlandi og
hittu þar marga hvalaveiðamenn, hollenzka og franska: á
leiðinni frá Grænlandi hrepptu þeir hafvillur og ofsaveður og
vissu eigi hvar þeir voru, þá sá háseti einn úr mastrinu
eldsloga mikinn í vestri og grunaði þá nú, að þeir væru
nærri Islandi og loginn væri úr Heklu. Réðu þeir þvi af. að
hleypa undan veðrinu til Islands; alla nóttina heyrðu þeir
hvelli og brak sem fallbyssuskot með ógurlegum
eldglær-ingum, eptir mikið andstrevmi og armæðu náðu þeir þó landi
nálægt borginni Hori. Fóru þeir í land lö saman til bæjar
þessa, er liggur l1/? milu frá sjó, og svo til Kirkebar, sem
er smábær þar í nánd, þar hittu þeir danska kaupmenn, er
tóku þeim vel og sögðu þeim, að daginn áður hefði veriö
svo ógurlegur jarðskjálpti, að þeir heföu haldið að landió
mundi sökkva. Martiniere getur þess, eins og Ziegler. að
graslendi séu svo kjarngóð á Islandi, að vel verði að gæta
fénaðarins, svo hann springi ekki af ofáti. Þaðan fóru þeir
8 saman til Heklu, höfðu 4 fylgdarmenn og einn hest með
nesti; riðu þeir um fjöll og firnindi, uns þeir komu að
fjall-inu: fylgdarmennirnir sögðu þeim svo ógurlegar sögur af
gjám, sem væru í Heklu, að allir létu hugfallast nema
Mar-tiniere og kaupmaður einn, sem með þeim var, gengu þeir
svo tveir einir til fjallsins. Þeir félagar uröu að vaða ösku og
vikur i miöjan legg í fjallshlíðunum, komu þá á móti þeim
bik-svartir hrafnar og gammar, er verpa þar. Þegar þeir voru
komnir hálfa mílu upp í fjallið, heyrðu þeir undarleg hljóð
undir fótum sér og sáu í kringum sig hyldýpis gjár, er gusu
úr sér loga og neistum með hinni megnustu fýlu, urðu þeir
þá svo hræddir, að þeir hlupu allt hvað af tók niður fjallið
aptur. Úr fjallinu gaus hræðileg svæla með ösku og grjóthríð

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0226.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free