- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
215

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

215

og hinum ógurlegasta gauragangi, þóttust þeir nú eiga fótum
sínum fjör aó launa og hlupu svo hart, að þeir komust á
fjórðung stundar til félaga sinna; voru þeir þá orðnir
bik-svartir af öskunni, örvita og mállausir af hræðslu og féllu í
ómegin; þegar búið var að núa þá og bera edik að vitum
þeirra, röknuðu þeir þó við aptur, fengu sér svo i staupinu
til þess að hressa sig, og náðu sér fljótt aptur, svo þeir gátu
skoðað ýms náttúrunnar furðuverk, sem þar voru á næstu
grösum. Þar voru tveir brunnar merkilegir, annar var svo
kald-ur, að allt varð að steini, sem í hann var látið, en hinn var
sjóðandi heitur; þar voru hverafuglar að hoppa og leika sér,
en þegar þeir urðu varir við mannaferðina, stungu þeir
sér til botns í brunninum, en hann var rúmlega 60 faðmar
á dýpt. Frá brunnum þessum riðu þeir til sjóar og hevrðu
þá brátt angistarvein og ýlfur, sögðu fylgdarmennirnir, að það
væri kvein fordætndra, er kveldust i isnum, kölski væri
stundum vanur að hressa þá á því, að kvelja þá í ísnum,
þegar hann um stund væri búinn að steikja þá í Heklu.
Martiniere segist þó hafa komizt að raun um, að saga þessi
væri ósönn, kveinin kæmu eingöngu af samslætti isjakanna,
er þeir hreifðust af sjó og vindi; hami segir ennfremur, að
is þessi komi stöðugt í júnímánaðar lok og fari 15. september.
Eptir þriggja daga ferð komu þeir aptur til skipsins, þá voru
þangað komnir landstjórinn og biskupinn í Skálholti, til þess
að spyrja frétta. Þessu næst lýsir Martiniere Islendingum og
háttum þeirra hérumbil á þessa leið:

íslendingar búa í hellrum, sem þeir hafa höggið í
klett-ana, sumir eiga þó hús svipuö lapplenzkum húsum, sum eru
byggð úr hvalbeinum, sum úr tré og þakin torfi. íslendingar
sofa innan um fénaðinn, undir sama þaki; karlmenn eru
rudda-legir, kvennmenn nokkuð skárri, þær eru flestar dökkmórauðar
á hörundslit, líkt og Norðmenn. Klæði sín gjöra íslendingar
úr hampi eða lini, en sumir eru þó i selskinnsfötum og
snúa hárin út. Aðalatvinna þeirra er fiskiveiðar.
Islend-ingar eru dónalegir og villimannslegir og flestir göldróttir;
þeir tilbiðja djöfulinn, sem þeir kalla »Kobalde«, og ber hann
opt fyrir þá í mannsmynd; þeir eiga líka goð, illa tálgað úr

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0227.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free