- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
216

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

216

tré, en þaö sýna þeir sjaldan, þvi þeir eru hræddir um, að

lúthersku prestarnir, sem eru aö reyna að frelsa þá úr klöm

djöfulsins, muni taka það af þeim eða brjóta það. Þeir hafa

líka þjónustuanda (Trolles), er þjóna þeim dyggilega og segja

þeim fyrir óorðna hluti. Andarnir vekja þá, þegar gott er

veður á morgnana, svo þeir komist tímanlega á sjóinn til

fiskiveiða, en þá verða þeir að bölva ógurlega; því meir sem

þeir blóta, því betur fiska þeir. Islendingar eru svo göldr-

óttir, að þeir geta sagt aðkomumönnum, hvað gerist heima

hjá þeim 1 fjarlægum löndum, og þeir selja vind til byrjar

hverjum sem hafa vill. Einu sinni sátu nokkrir Islendingar á

fiskimiði nálægt Heklu og um samaleyti varstór orustaeinhvers-

staðar í Evrópu, þá sáu fiskimenn að púkarnir i Heklu höfðu

nóg að starfa, þeir voru á sífelldum ferðum fram og aptur

og báru sálirnar á bakinu inn í Heklu, eins og býflugur bera

hunangið á fótum sér inn í býflugnabúið. Þó graslendi séu

ágæt á Islandi, þá vex þar þó ekkert hveiti né heldur nokkur

annar brauðávöxtur, sakir kuldanna og hinna hörðu norð-

austanvinda. Eptir að Martiniere er búinn að ryðja úr sér

allri þessari vitleysu, siglir hann frá Islandi beina leið til

Kaupmannahafnar; hann endar bók sina með löngum roms-

um um einhyrninga og annari lokleysu.1
/

A 17. öld var bókagjörð orðin mjög mikil og komu þá
út fjölda margar bækur i öllum greinum; til er frá þeim tima
aragrúi af kennslubókum og handbókum i almennri
landa-fræði, eru sumar á latínu, sumar á öðrum tungum; þó
latín-an væri enn vísindamálið, þá réði hún þó eigi lengur öllum
bókmenntum, sem fyrr hafði verið. í kennslubókum þessum
er Islands optast getiö, sem vonlegt er, en lítinn fróðleik um

’) Herrn Martiniere Neue Reise in die Nordischen Landschafften.
Das ist: Eine Beschreibung der Sitten, Gebráuche, Aberglauben,
Gebáuden und Kleidung der Norweger. Laplánder, Killopen,
Borandi-aner, Siberianer, Saraojeden, Zemblaner und Eisslander, Sampt einem
Bedencken liber den Irrthum unser Erdbeschreiber, wo nemlich
Grön-land und Nova Zembla liegen, und wie weit sie sich erstrecken. Aus dem
Englischen ins Deutsche iibersetzet Durch Johann Langen. Hamburg
und Gliickstadt 1675-4°. Af bók þessari eru til margar útgáfur á þýzku,
ensku, hollenzku og frönsku.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0228.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free