- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
217

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

217

landið er þó að sækja í bækur þessar. Vér höfum fyrr nefnt
nokkra höfunda frá 16. öld. er getið hafa íslands stuttlega,
en hér munum vér geta nokkurra þeirra, er uppi voru á
17. öld; vér nefnum aðeins nokkur dæmi, til þess að sýna
almenna þekkingu um Island, eins og hún kemur fram i
vanalegum kennslubókum, en sleppum mörgum, er vér
þekkj-um og eflaust enn fleiri, er vér ekki þekkjum, enda mætti
æra óstöðugan, að tina upp allt slíkt.1 I flestum þessum
bókum er ekkert nema upptugga úr eldri bókum,
höfund-arnir eru sjaldan svo sjálfstæðir, að þeir finni upp nýjar
vit-leysur eða skröksögur um landið, þeir japla á hinum gömlu
sögum og afbaka þær aðeins dálítið. Mjög margar
kennslu-bækur framan af 17. öldinni sækja helzt vit sitt í Ortelius,
t. d. kennslubækur Quadens, Diepholds og Cluveriusar; Quaden
segir, að íslendingar tali afbakaða dönsku; Diephold segir, að
Brimarar hafi fyrstir fundið ísland, Cluverius, að landið sé
frægast fyrir stærð sina, hvolpana og Heklu, er alltaf gjósi
o. s. frv.2 Stærð landsins er talin nokkuð lik hjá ýmsum
höfundum: A. Gölnitz3 segir, að ísland sé 144 þýzkar mílur
á lengd og 65 á breidd, Eberhard Schulthess,4 að það sé 110

’) Hér má geta þess, þó það eiginlega ekki snerti efnið, að Don
Miguel de Cervantes Saavedra (f 1616), hið nafnfræga skáld Spánverja,
ritaði skáldsögu, er heitir Persiles og Sigismunda; rit þetta kom út að
honum látnum. Persiles er konungssonur frá íslandi, Sigismunda er
konungsdóttir frá Fríslandi. Sbr. Historisk Archiv 1873. II., bls. 204.

2) M. Quadi Compendium universi complectens geographicarum
enarrationum libros sex. Coloniæ Agrippinæ 1600-8vo, bls. 663—65.
R. Diepholdi Manuductio ad novam geographiam. Halæ Saxonum
1628-12°, bls. 140. P/i. Cluverii Introductio in universam geographiam.
Lugd. Batav. 1629, bls. 154. í útgáfu af þessari bók. sem kom út
»Amstelædami 1697«, eru viðaukar eptir Johann Bunon o. fl. þar segir
meðal annars, að Christian IV. hafi látið snúa ritningunni á íslenzku
og flytja hana til íslands; ennfremur er þess getið, að grísk tunga hafi
þegar fyrir mörgum árum verið mörgum kunn á íslandi (bls. 233).

3) A. GölnUzii Compendium geographiæ. Amstelodami 1643-12°,
bls. 209..

4) Eberhardi Schulthesii Synopsis Geographiæ. Vor diesem in
tabulis ediret; anjetzo aber verdeutschet, vermehret und gebracht in
dieses Geographisch Handt-Biichlein. Tíibingen 1650-12°. bls. 481-88.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0229.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free