- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
223

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

V. Fyrri hluti átjándu aldar.
Uppá-stiingur um viðreisn íslands og
land-lýsingar, er af þeim spretta.

21. Yfirlit yfir uppástungur og bollalagnað um
viðreisn og framfarir íslands.

"yér höfum hér aö framan skýrt frá ástandi og aldarbrag á
17. öld og þeim grundvelli, sem ritstörf manna þá hvildu
á; jarðvegur menntalífsins var enn þá hrjóstrugur og
hugs-unarlifið blandað hjátrú og hindurvitnuin. Náttúrufræðis- og
landfræðisrit báru eðlilega keim af aldarandanum. Þegar tók
að líða undir lok 17. aldar, fór hugsunarhátturinn að
breyt-ast, hjátrúin rénaði smátt og smátt og náttúrufræðisritin fóru
að verða dálítið skynsamlegri; vísindalegar náttúru athuganir
ryðja sér þó ekki braut fyrr en um miðja 18. öld, um fyrri
hluta aldarinnar er enn þá margt á ringulreið, þó
hjátrúar-inuggan sé að hverfa. Náttúrulýsingin nær eigi fullu gildi,
fyrr en menn fara að athuga náttúruna og rannsaka löndin
eingöngu i vísindalegum tilgangi, án tillits til þess, hvort það
hefir praktíska þýðingu eða ekki.

Hindurvitni og hjátrú eru aðaleinkenni 17. aldar, en
bollaleggingar um viðreisn landsins og framfaratilraunir ein-

r

kenna 18. öldina. Arangurinn af öllu framfarabraskinu varð
þó, eins og kunnugt er, mjög lítill, enda var það eðlilegt, því
undirstöðuskilyrðin vantaði, þjóðin var orðin lömuð og
kjark-laus og þurfti að læra að hugsa og vinna og treysta sjálfri

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0235.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free