- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
225

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

225

r

ýmsar skýrslur um ástand landsins1. Arið 1688 hafði Míiller
amtmaður lesið upp konungsbréf á þinginu, í því býður
kon-ungur honum að grennslast eptir málmum og nytsömum
steinum, er geti orðið konungi til gagns og tekjuauka, og að
gera uppástungur um framfarir í verzlun og fiskiveiðum, og
öllu því, er geti orðið landinu til gagns. Amtmaður biður þá
lögmenn, lögréttumenn og allan almúga, að láta sig vita
eitt-hvað um þetta efni og gera uppástungur þar að lútandi, svo
hægt sé að framkvæma boð konungs. Lögmennirnir Sigurður
Björnsson og Magnús Jónsson svara með miklum
harmatöl-um um harðindi og fátækt landsins, og hinn sami
eymdar-óður kveður við á hverju þingi upp frá því. Árið eptir
(1689) skipaði amtmaður enn, að gera skýra grein á
hátta-lagi landsins i einu og öðru, var það gert skriilega meó
undirskriptum sýslumanna; 1690 var sömuleiðis gefin skrifleg
skýrsla um eymdarástand landsins o. s. frv. Til er enn þá
dálítil ritgjörð um ástand landsins eptir Sigurö Björnsson
lög-mann (f 1723); skýrslu þessa2 samdi hann 1699 og sendi
Múller amtmanni, i henni er eingöngu talað um harðindi,
dýrtíð og óstand í landinu, er orsakast af langvinnum
vetrar-hörkum, hafisum og illviórum og þar af leiðandi almennum
fjárfelli.

Þessar hailærisskýrslur gefa tilefni til þess, að menn
fara nú almennt að skrifa ritgjörðir um viðreisn og framfarir
landsins, dálítið hafði reyndar verið skrifað um það efni
áður, en það var ekki nema svipur hjá sjón í samanburði

’) Sbr. ritgjörð síra þorkels Bjarnasonar í Timariti
Bókmenntafélags-ins VII. 1886.

’) Sigurbur Björnsson: þénustusamleg relation um Islands tilstand.

. A. M. nr. 211 E, 4°, 7 blöð. Skýrsla þessi er dagsett Saurbæ (á
Kjal-arnesi) 12. ágúst 1699 og send Kristjáni amtm. Múller, eptir ósk hans,
með kaupmanni frá Eyrarbakka. Kopíubók Sigurðar Björnssonar A. M.
195-4°. 1 Rigsarkivet (í böggli, sem heitir: Amtmand Chr. Múllers
Breve fra Island 1699—1709) eru skýrslur um ástand landsins á þeim árum
og lýsing harðindanna 1698 og 1699; þar eru líka bréf um sendiferð
Lauritz Gottrups o. fl.; svipað viðkvæði í öllum bænarskránum, að
biðja konung »at forbarme sig over dette elendige Land og dets
fat-tige Indbyggere*.

12

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0237.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free