- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
226

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

226

við það, sem seinna varð. Um aldamótin og upp frá þvi
kemur hver framfarauppástungan eptir aðra, bæklingum um
það efni, skýrslum og frumvörpum rignir niður alla 18.
öld-ina eins og skæðadrífu. Rit þessi eru merkileg að þvi leyti,
að í þeim koma þegar um aldamót 17. og 18. aldar fram
uppástungur um flest það, sem menn seinna á öldinni reyndu
að framkvæma. Skúli fógeti Magnússon byggir t. d. allt sitt
framfarabrask á uppástungum fyrri manna, eða stefna hans er
að minnsta kosti öll hin sama, enda voru honum kunnar
flestar framfararitgjörðir fyrri tima1. Skýrslur þessar og
uppástungur hafa því nokkurt sögulegt gildi. Framan af
öld-inni var mjög lítið framkvæmt af uppástungunum, enda var
það eðlilegt, því þá var hér í landi hin mesta óöld af
máJa-ferlum og rifrildi; sundurþykkja og öfund manna á milli
eyddi öllum sönnum framförum. Að segja frá öllum
uppá-stungunum og tilraununum, sem gjörðar voru, væri sama
sem að segja sögu 18. aldarinnar. Hér munum vér i
þess-um kafla minnast á fátt eitt, einkum hið fyrsta, er
grund-völl lagði til þess, sem seinna varð, og þá helzt á þær
rit-gjörðir, sem minnst eru kunnar og aldrei hafa verið
prentað-ar, því þær eru allgott sýnishorn af hugmyndum manna um
land og þjóð á þeim tímum; þær snerta og allar meira og
minna landfræði, hagfræði og atvinnuvegi þjóðarinnar. Siðar
munum vér geta þeirra rita, er eingöngu lýsa landinu, en vér
verðum að hafa það hugfast, að flest rit, sem skráð eru á
18. öld, standa meira og minna í sambandi við tilraunirnar
og framfara-»projectin«, sem svo voru kölluð.

Hin fyrstu rit um viðreisn íslands samdi Gísli
Magnús-son á Hliðarenda 1647, og var það löngu áður en nokkrir
aðrir höfðu farið að hugsa um þetta mál. Agrip af
uppá-stungum Gisla Magnússonar hefir verið prentað hér að framan,
þar sem getið var um störf þessa merkismanns. Hið næsta
rit, sem kunnugt er, um ástand íslands og framfarir, er eptir
Jón Eggertsson frá Ökrum (1643—89), og er það, sem
eðli-legt er, allt öðruvisi en rit Vísa-Gísla; Jón Eggertsson var

’) Deo, regi, patriæ bls. 49.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0238.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free