- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
227

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

227

revndar gáfumaður, en sérvitur og óeirinn og talinn
göldr-óttur, hann átti í brösum við flesta heldri menn á íslandi
og varð loks, sem kunnugt er, að flýja lönd Danakonungs
fyrir róg og illmæli, gat síðan komizt i mjúkinn hjá Svíum,
svo hann varð borgmeistari í Málmev, en dó litlu síóar1.

Jón Eggertsson lýsir íslandi stuttlega, og getur um
land-nám og málið2. Af því ísland liggur svo norðarlega, er þar
illviðrasamt og frostin grimm, vetur eru harðir og optast
jarðbönn, en óþurkar á sumrum, svo hey verður ekki hirt
nema hálfblautt, en þá kviknar i þvi, það skemmist og
fén-aður sýkist og deyr. Illt er að sækja sjó sakir hvassviðra og
opt skemma óþurkar fiskinn, svo fiskimenn deyja úr sulti
eða fara á vergang. Hafísar koma opt að Norðurlandi og á
þeim isbirnir. Þó segir Jón Eggertsson, að versta
land-plágan sé hugsunarleysi og leti landsmanna; þó vel sé ært á
milli, sér þess engvan stað, menn eru jafn aumir eptir sem
áður. Unglingar fást ekki til að vinna, nema þeir séu barðir,
og allt landið er fullt af flökkurum. Þegar vel fiskast, nenna
menn ekki á sjó, nema rétt til þess að fá í soðið, menn
kasta þá þorskhausum og öðru ætu, en um smálúður og síld
skeyta þeir aldrei. Svo er leti Islendinga mikil, að þegar
vel árar, þá heyja þeir aldrei meira en vant er, hugsa ekki
um fyrningar, en leggjast i leti og ómennsku.

Jón Eggertsson kvartar undan því, að engin smámynt
sé flutt til landsins, og af því leiði vandræði i viðskiptum.
Hann segir enn fremur, að embættismenn æðri og lægri hafi
ekkert vit á að sjá, hvað landinu horfi til gagns, enda séu
þeir flestir ónýtir og ómenntaðir. Þvi næst telur Jón sjálfur
ýmislegt, er landinu geti orðið til framfara, en flestar
uppá-stungur hans eru ómerkilegar. Jón getur þess, að margar
jurtir, góðar til lækninga, geti vaxið á Islandi, hann segir, aó
akrar miklir hafi til forna verið á landinu, eins og örnefni

’) Um æfi Jóns Eggertssonar, sjá Sýslumannaæfir Boga
Benedikts-sonar I. bls. 887 — 92 og Árbækur Espólíns 7. og 8. deild.

’) Jón Eggertsson; Adskilligt om Islands b’eskaffenhed og Vilkaar
(1686), Thott, nr. 1738-4°, 18 bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0239.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free