- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
228

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

228

bera með sér, og syðra vaxi enn villirúgur (melgresi); hann
talar um jarðyrkjutilraunir Gisla Magnússonar á Hlíðarenda,
og segir, að margar nytsamar jurtir þroskist vel á Islandi,
t. d. rúgur, kál, baunir, rófur, salat o. fl. Fuglaveiði telur

f r

hann mikla á Islandi, en Islendingar geti ekki notað sér þá
atvinnu sakir byssuleysis; verzlunin flytur engar byssur til
landsins. Hollendingar og Englendingar hafa reyndar næg
skotvopn á boðstólum, en við þá mega Islendingar ekki
verzla. Fuglaveiði í björgum, laxveiði og silungsveiði, segir
hann, að miklu betur mætti stunda á Islandi, og eins gætu
menn haft betri arð af sölvum, fjallagrösum og berjum, og
saltsuða gæti einnig orðið að notum. Jón vill láta kenna
ís-lendingum ýmsar iðnaðargreinir, einkum sútun, skinnaverkun
og skósmiði.

Jón Eggertsson lætur mikið af þvi, hve ísland muni vera
málmauðugt; af ágætu járni segir hann sé nóg. og eins af
silfri, t. d. i Drápuhliðarfjalli1; hann vill láta stofna til
námu-graptar, og brúka flakkara til þess að vinna í
málmnámun-um. Steinkol til málmbrennslunnar, segir hann, séu nóg í
fjöliunum, og svo megi nota rekavið. Surtarbrand segir Jón,
að megi nota í smíðisgripi eins og »ibenholt«, og af honum
sé hægt að fá eins mikið eins og menn vilji. Nú segir hann,
að Islendingar noti surtarbrandinn, bæði til þess að láta
sængurkonur drekka seyði af honum, og til þess að reka út
djöfla og drauga. Nægur leir í múrsteina og kalk, segir hann,
sé viða til á Islandi. Þá hættir framfaraskraf Jóns
Eggerts-sonar allt i einu, en seinast í ritinu nefnir hann ýmislegt
annað, sem Island snertir.

I viðaukum þessum, aptan við ritgjörð Jóns
Eggerts-sonar, eru ýmsar sundurlausar greinir, t. d. um orminn í
Lagarfljóti, um Gvendarbrunna, um Þórisdal og ferð
prest-anna þangað og svo um frjósama dali uppi á öræfum. Við
Herðubreið, segir Jón, sé stór dalur og í honum mikið af

’) þó járn sé víöa í íslenzkum bergtegundum, svarar eigi
kostn-aði að vinna það; silfur hefir aldrei fundizt á íslandi, málmagnir þær.
sem finnast í Drápuhlíðarfjalli, eru brennisteinskís.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0240.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free