- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
237

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

237

Eptir Mattias þennan liggur alllöng ritgjörð um ástand
ís-lands, með uppástungum tii framfara; ritgjörð þessa hefir
hann skrifað nokkrum árum eptir að hann kom heim aptur
til Danmerkur1, liklega 1736 eöa 1737, Ritgjörð þessi er að
sumu leyti allvel rituð, en mjög margorð. Aðalefni hennar
er hérumbil á þessa leið.

Mattias Jochumsson2 talar fyrst um það, hve landið sé
útarmað og fölkinu alltaf aö fækka, svo allt útlit sé til, að
landið verði í eyði eptir hundrað ár. Höf. telur það mjög
undarlegt, að fólk skuli vera jafn fátt á Islandi, þar sem
loptslag er svo hollt, menn fara ekki í herþjónustu og falla
ekki í stríði og mjög fáir drukkna, aðeins örfáir flytja úr
landi, varla fleiri en 10 á ári, nokkrir stúdentar,
betrunar-húslimir og kaupmannaþjónar. Þegar Mattias spurði
Islend-inga, hvernig stæði á fólksfæðinni, var honum svarað, að ný
afstaðin stórsótt (stóra bóla 1707) hefði strádrepið þjóðina,
en embættismenn og alþingismenn sögðu allir einum munni:
»enginn getur gert neitt móti guðs vilja, sá sem deyr, á að
deyja«. Aðalorsökin til hinna miklu landfarsótta, sem alltaf
ganga á lslandi, segir höf., að muni vera mjög slæmir
lifn-aðarhættir og atbúnaöur, og úldinn matur.

upp í Skálholti, eu Jóni biskupi Arnasyni þótti hann vera svo
stór-vígur við ígrásíðuna* (smjörkistuna), að hann gaf honum hest og 4
specíur og teyfði honum, samkvæmt íslenzkum lögum, að flakka um
landið. Ekki er hægt að segja, hvað tilhæft er i þessu. enda er ekki
alltaf mikið að marka, hvað Jón Marteinsson segir, því hann var hinn
mesti orðhákur og tatar illa um flesta menn. (Thott, nr. 961 fol. bls.
40—41).

’) J>að sést á ritgjörðinni, að hún er skrifuð eptir dauða Friðriks
IV. og Mattias talar um landsuppdrátt Knopfs, sem gjörður var 1734.

2) Mathias Jochiniserís Andmerckninger(I) over Island og dessens
Indbyggere. Thott, nr. 1737-4°, 172 bls. Fortale og Indledning bls.
1—10. Förste Cap. Om Folkets Aftagelse udi Tal og Mængde og
derhos hvorledes de igjen kunde tiltage og formeres, bls. 10—74.
Andet Cap. 1, om Handelens Aftagende, 2, hvorledes den kan opkomme
bls. 74—172. Annað handrit með undirskript »Mathis Jochimsson«
Ny kgl. Samling. nr. 1679-4°. 82 bls., og Lbs. nr. 446-4°. í riti Jóns
Eiríkssonar og Páls Vídalíns »Deo, regi, patriæ» er þessarar ritgjörðar
getið hér og hvar.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0249.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free