- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
238

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

238

Jochumsson segir, að loptslag á íslandi sé af náttúrunni
þurt og kalt, svo kúa- og sauðamjólk getur um
hundadag-ana staðið 24 stundir í húsi, án þess að súrna eða hlaupa,
en fiskur og kjöt skemmist hjá íslendingum, af því þeir salta
það ekki. Mjög fáir salta kjöt, ílestir hengja það upp og
þurka svo. Smjör salta rnenn heldur ekki og í Skálholti er
geymt svo mikið af smjöri, að það er mörg þúsund dala
virði; smjörinu er þar hnoðað saman i afarstóra kös og er
haft fyrir gevmsluforða, ef hungur ber að höndum. Súrt
smjör þvkir Islendingum svo gott, að þeir borga 10 pund af
nýju smjöri fyrir 9 pund af súru.

Þegar fiskur er dreginn úr sjónum, sjóða sumir hann i
sjó, en flestir i fersku vatni og eta hann svo án brauðs og
salts, því litið er um salt þar i landi. Með soðningunni
drekka menn kalt vatn og láta súrmjólk eða blöndu saman
við, ef þeir hafa hana. Bændur þeir, sem kaupa fisk við
sjóarsiðuna, binda spyrðurnar við hnakk sinn og reiða hann
svo heim til sín. ]?að sem afgangs verður fyrstu
máltíðun-um, hengja þeir upp og eta það smámsaman; þeim þykir

r

fiskurinn því betri sem hann er úldnari. A. vetrum er
fisk-urinn látinn í snjó, stundum þiðnar ofan af honum, þegar
þíður koma, svo hann verður gulur og grænn af ýldu og eta
Islendingar hann samt með góðri lvst. Höf. segir, að það
sjái hver heilvita maður, að þessi úldni matur hljóti að spilla
blóði manna. Af þessu mataræði orsakast, að ætlun hans,
margir sjúkdómar, ólga kemur i blóðið og hver sýkist af
öðrum, svo menn deyja unnvörpum. Aðrir sjúkdómar,
eink-um brjóstveiki, orsakast af því, að íslendingar eru svo opt
votir í fæturna, af þvi skóplögg þeirra eru svo slæm. Höf.
lýsir íslenzkum skóm, og segir, að stúlka geti saumað ferna
skó á klukkutíma; ein nauts- eða hrosshúð, segir hann, sé
ætluð manni til skóa á ári; fátæklingar brúka roðskó, þeir
eru svo ónýtir, að karlmenn slíta stundum 6 pörum á dag
eða meiru, ef þeir eiga að vinna eitthvað utanhúss. Kláði,

r r

segir hann, sé mjög algengur á Islandi og næmur, en
Islend-ingar kæra sig ekkert um hann, og segja, að hann drepi

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0250.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free