- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
239

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

239

engan.1 Holdsveiki er líka algeng, íslendingar halda, að menn
fæðist með henni, en hún sé sjaldan næm og holdsveikir
menn verða opt gamlir. Skyrbjúgur er og algengur og eins
tíðateppa hjá konum.

Mattias Jochumsson ræður til að hvetja íslenzka
nem-endur til þess, að stunda læknisfræði ásamt guðfræðinni,
og veita þeim betri prestaköll, sem læknar eru; hann vill lika
að kennarar við latínuskólana stundi læknisfræði og
grasa-fræði, svo þeir geti kennt skólapiltum þær fræðigreinir. Nú
er enginn sáralæknir á öllu íslandi, segir hann, ef meiddur
limur grær ekki af sjálfu sér, höggva menn hann af og binda
um eptir föngum; ef þessi hrossalækning eigi dugar, verður
sjúklingurinn að þreyja þolinmóður, þangað til hann deyr.
Höf. telur ýmsar islenzkar jurtir og ber, sem nota má til
lækninga, og ræður til að gefa út íslenzka grasafræði; segir
hann, að íslendingar eflaust mundu lesa slíka bók, því þeir
séu mjög námfúsir og fleiri Iatínulærðir bændur séu á
Is-landi en i Noregi og Danmörku til samans.

Mattías Jochumsson ræður til að stofna saltsuðu á
Is-landi, svo Islendingar geti saltað mat sinn, þeir geti þá líka
selt Norðmönnum salt og fengið timbur fyrir, og byggt sér
úr því hjalla, til þess að þurka í fiskinn. íslendingar eiga,
segir hann, engin haffær skip, en fiska allt á smábátum, en
fyrir utan strendurnar er fullt af fiskiskipum Hollendinga,
Englendinga, Frakka og Spánverja (Biscayer), og fiska þau
jafnvel inni á fjörðum. Höf. segir, að íslendingar séu orðnir
alveg ófærir til siglinga siðan einokunin komst á, en ef settur
væri bær á íslandi og menn kæmu upp þilskipaútgerð, gæti
öllu smátt og smátt farið fram.

I öðrum kafla ritsins talar Mattias um apturför
verzlun-arinnar og fátækt íslendinga og hver ráð séu til þess, að
láta efnahaginn rétta við aptur. Þó heldur hann, að
kaup-menn muni verða mótsnúnir framförum, og segir, að það sé
líklegt, að þó íslendingar fiskuðu meir enn nú, með þvi að
koma upp þilskipum, þá vrði það þeim, ef til vill, ekki til
mikils hags, þvi kaupmenn mundu borga fiskinn mikið ver,
’) >det drebber ingen, siges der i landet*.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0251.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free