- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
246

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

246

smíða úr þvi. Horrebow stingur upp á, að konungur sendi
námumenn til Tslands1. Höf. segir og, að það sé mjög líklegt,
að rækta megi furu og greniskóga á íslandi, Lappland liggi
miklu norðar, þar séu miklir skógar, og væri því undarlegt.
ef tré gætu ekki vaxið á Islandi. Hann segir einnig, að á
íslandi sé allt of fátt fólk og of fár fénaður.

’) í stiptsskjalasafninu í Reykjavík eru ýms bréf, er snerta Niels
Horrebow; Pingel amtmanni hefir ekki verið vel til hans. í bréfi til
Ochsens stiptamtmanns (2. ág. 1751) segir Pingel, að Horrebow hafi
allstaðar verið að monta af því, að hann hafi á Islandi fundið
silfur-námur, postulínsjörð o. fl. og að bróðir hans hefði staðfest þessar
upp-götvanir, hann hefði einnig látið í veðri vaka. að konungur mundi
veita sér mikil verðlaun fyrir þessar uppgötvanir. Pingel segist hafa
hitt Horrebow, þar sem margir embættismenn voru viðstaddir, og spurt
hann, hvort þetta væri satt. og er Horrebow játaði, að svo væri. sagði
Pingel: »annaðhvort hefir bróðir yðar hræsnað fyrir yður eða þér
sjálfir skrökvið þessu. því leyndarráð Thott sagði mér, að hann hefði
látið rannsaka málmgrýtið íslenzka. en ekkert hefði fundizt í því nema
járn, og hefði prófessor Horrebow orðið að kannast við, að svo væri«.
þegar Niels Horrebow heyrði þetta, setti hann dreyrrauðan, en hinir
hlógu, segist Pingel hafa glaðzt af því, að slíkur stórgortari varð sér
til minnkunar. í öðru bréfi nokkiu seinna (13. sept. 1751) getur
Pingel þess, að Horrebow og Skúli Magnússon séu orðnir miklir mátar.
enda séu þeir skjalarar báðir; segir hann. að Skúli ætli nú að sigla. til
þess að bera fram fyrir stjórnina allskonar undarlegar uppástungur,
sem þeir Horrebow hafi verið að spinna saman í vetur. Pingel segist
vona, að Ochsen greifi komi i veg fyrir, að þeir félagar svíki nokkuð
út úr stjórninni, áður en leitað hafi verið álita hans (Pingels), því eptir
stjórnarbréfi 1734, eigi að bera allar framfarauppástungur undir
lands-þingið og þar eigi að ráðgast um, hvort þær séa svo nytsamar, að þær
megi beia undir konung. Pingel segir, að Horrebow hafi spillt Skúla.
sem áður hafi verið skynsamur og viðfeldinn maður. Segir Pingel, að
réttast mundi vera, að fylgja hinni gömlu reglu, að láta ekki íslendinga
komast. til hárra metorða eða embætta, »því þessi maður er. síðan hann
varð landfógeti, orðinn svo hrokafullur. eins og hann væri orðinn eitthvað
ógnar mikið, í stuttu máli, hann er orðinn alveg umsnúinn*. Sýnirþetta
allt. að Pingel hefir verið illa við þær nýjungar. sem þá voru í bruggerð.
Stiptsskjalasafnið IV. nr. 73; VI. nr. 8 og 9. Hannes ritstjóri
Þor-steinsson hefir gert mér þann greiða. að benda mér á ýmislegt í
stipts-skjalasafninu. er eg þurfti að nota; annars er safn það ekki greitt
að-göngu.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0258.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free