- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
247

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

247

Horrebow talar ennfremur um fiskiveiðarnar, sem gætu
verið hin mesta auðsuppspretta fyrir landið, ef þær væru
vel stundaðar. Englendingar, Frakkar og Hollendingar senda
3—400 skip árlega til íslands með ærnum kostnaði, en
Is-lendingar sjálfir fá ekki nema litilfjörlegan reiting af fiski.
Landbunaði á íslandi, fiskiveiðum og öllum atvinnuvegum
fer stöðugt aptur, og Islendingar missa meir og meir hugann
til allra starfa og fvrirtækja. Hollendingar salta fisk sinn

r

niður i tunnur, jafnöðum og þeir veiða hann, en Islendingar

verða að tefja sig á að heröa hann, því kaupmenn taka ekk-

ert nema harðfisk. Horrebow vill styðja fiskiveiðarnar sem

mest, því með því getur verzlunarmagn landsins störum auk-

izt. Um ullina og ullarvinnuna talar höfundurinn lika, hann

segir, að Islendingar séu ötrúlega fákunnandi í vefnaði og

spuna, það tekur þá heilan mánuð að vefa 8 álnir af vað-

t m

máli; hann vill láta kenna Islendingum ullarvinnu,
skinna-verkun og ýmsar aðrar handiðnir. Islendingar eru, segir
hann, mjög stutt komnir i öllum iðnaði, af því hver og einn
gutlar við allt mögulegt og kann svo ekkert i neinu.

Horrebow telur það mjög illan sið, að Islendingar
heils-ast með kossi; þö þetta sýnist meinlaust i sjálfu sér, þá
or-sakast þó af því, segir hann, of mikill jafnaður í umgengni
yfirboðara og undirgefnra, húsbænda og hjúa; afleiðingin af
þessu og öðru er, að hjúin bera enga virðingu fyrir
hús-bændum sínum, húsbændur verða að hafa alla varúð að
styggja ekki hjúin, því annars standa þau uppi í hárinu á
þeim, og þeir húsbændur, sem vilja láta vinna duglega, fá
engin hjú. Odæl hjú geta farið á flakk og vergang, og eptir
landslögum og landsvenju eru bændur neyddir til að hýsa
þessa flakkara. Flakk og ómennska eru átumein i
félagslif-inu á Islandi. Þegar bændur á haustin draga að sér
vetrar-forða, verða þeir að hafa hann þriðjungi meiri, en þörf er á
fyrir heimilisfólkið, vegna húsgangsmanna, landhlaupara og
gesta. Horrebow segir, að íslendingar kunni ekki að fara
með matinn, né geyma hann; þeir hafa lakara mataræði en
alþýða í Danmörku, og þó verður maturiun þeim miklu
dýr-ari; hver vinnumaður fær meðal annars, þriðja hvern viku-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0259.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free