- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
249

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

249

lands, sést á ritlingi um framför íslands, sem eptir hann
liggur1; skoðanir Hastfers um ástand landsins og viðreisn eru
að mörgu athugaverðar; hann dregur ekki dulur á, að
ein-okunarverzlunin sé aðalmeinið.

F. W. Hastfer álitur landið gott, en ástand þess ótækt;
hann segir, að fiskiveiðar, iðnaður og verzlun verði að
hald-ast i hendur, ef landið eigi að blómgvast, einokunin drepi
Is-land og meðan hun standi, sé engin lífs von. f’jóð, sem lengi
hefir verið áþjáð, getur ekki náð sér aptur, meðan einokunin
liggur eins og martröð á þjóðfélaginu; hann telur
einokunar-verzlunina hið langvissasta meðal tii þess, að halda liiiili
þjóð í stöðugri fátækt, einkum með þvi, að
aðalverzlunar-vörurnar, sem út lir landinu eru fluttar, eru matvæli og
lífs-nauðsynjar. Landbúnaðinum fer þannig smátt og smátt aptur
og handverk geta eigi þrifizt, þvi handverksmenn fá ekki
borgaða vinnu sína sakir almennrar fátæktar. Hastfer mælir
með verksmiðjunum, en er þó vondaufur um, að þær geti
blómgvazt, meðan verzlunin er ófrjáls og sævarútvegur og
sam-göngur eru á svo lágu stigi. Höf. heldur, að apturför
lands-ins hafi byrjað, er íslendingar fóru að leggja niður verzlun
og sjóferðir, og það er skoðun hans, að afrakstur landsins sé
svo mikill og fiskiveiðarnar svo mikil auðsuppspretta, að
landið gæti vel rekið sina eigin verzlun. Hastfer vill láta

út eptir hann: Hugleiðingar og álit um stiptan, lögun og meðhöndlan
eins vel tilbúins Schæfferies, eður gagnligrar sauða tingunar og
fjár-afla á íslandi. Khöfn 1761, 62 bls. 8vo. Sbr. Svensk biografisk
lexi-con. Ny följd V., 1863-64. bls. 73-75. Uno Troil: Bref om Island
1777, bls. 107. Olavius. Reise i Island, bls. 383.

’) (F. W. Hastfer): Upartiske Tanker om Islands nærværende
Til-stand applicerede til dets Forbedring, forfattede udi et fremmed og
nu oversatte udi det danske Sprog. Anno 1757 (undirskrifað af
Hast-fer). Thott. nr. 962. fol. Ritið hefir líklega upprunalega verið skrifað á
sænsku. Oversætterens Fortale bls. 2—4; ritið sjálft bls. 5—77 í 79 §§.
Jón Marteinsson talar mjög illa um Hastfer, eins og flesta aðra (Thott
954 C. fol. bls. 9—11; Ny kgl. Samling, nr. 1672-4°. blað 4 b), en játar
þó, að hann hafi verið vel lærður í náttúrufræði og hafi heppnazt vel
lækningar.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0261.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free