- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
250

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

250

byrja viðreisnartilraunirnar með þvi, að koma upp hvala- og
fiskiveiðum; hann vill láta stuðla til þess, að efnamenn frá
Hollandi og Hertogadæmunum setjist að á íslandi, og reki
þar verzlun og fiskiveiðar. Vöntun á efnamönnum eyðileggur
ísland, ef nokkrir ríkismenn stunduðu fiskiveiðar af afli,
mundi af því spretta allskonar atvinna fyrir alþýðu manna.

Hvað landbúnaðinn snertir, ætlar Hastfer, að íslendingar
ættu einkum að stunda túna- og engjarækt, slétta túnin og
girða engjarnar og ræsa þær fram; á kornrækt hefir hann
enga trú. Þó segir hann, að allar slikar umbætur eigi langt
i land sakir hinnar ógurlegu fátæktar. »Hér kenna menn
apturförina leti íslendinga«, segir Hastfer, »guð hjálpi mér,
það er ranglát ákæra, hvað stoðar vinna og iðni þann, sem
höndurnar eru rígbundnar á«. Að lokum segir Hastfer, aö
það sé ekki til nokkurs að revna neitt eða kosta neinu upp
á Island, fyrr en búið sé að afnema einokunina, það verði
allt þýðingarlaust kák, einokunarverzlunin kvelji og svelti
ís-lendinga til bana. Nú eru, segir hann, Islendingar ofurseldir
nokkrum »krömurum«, sem aðeins hugsa um eigin hag. en
láta sér litlu skipta, þó þeir kvelji lífið úr þjóðinni.

Þegar kemur fram yfir miðja 18. öld, fjölgar ritgjörðunum
um viðreisn Islands óðum og þá eru verzlunarmálefnin
aóal-umtalsefni allra rithöfunda. Þegar fer að líða á öldina, eru
allflest þessi rit prentuð, og eru þau að mörgu fróðleg fyrir
verzlunarsögu og atvinnusögu Islands, en liggja svo fjarri
aðalefni þessarar bókar, að vér verðum alveg að sleppa að
tala um þau. Hér skulum vér aðeins nefna þrjú af hinum
helztu handritum um viðreisn íslands, sem ekki hafa verið
prentuð, það vér vitum. Pcter Borre (1720—89) skrifaði
rit-gjörð um Island1 nokkru eptir 1764, og talar þar ekki aðeins
um verzlunina, heldur og framfarir þær, sem geti orðið í
bú-skap og fiskiveiðum. C. Pontoppidan, sem var kaupmaður á
Islandi, hefir ritað margt gott um verzlun Islands, sem prentað
er, og einnig óprentaða ritgjörð 17862, sömuleiðis H. Chr.

’) Island vedkommende. Ny kgl. Samling, nr. 1682-4°.
’) Ny kgl. Samling, 1098 B fol. 137 bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0262.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free