Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
252
en því er þó ekki að neita, að þeir hafa allir líka meira og
minna gildi fyrir sögu og landfræði íslands.
r
A 16. og 17. öld hafói konungur við og við boðið
ís-lenzkum valdsmönnum að semja jarðabækur. Lauritz Krus,
sem 1588 leigði allar tekjur íslands, sýslugjöld, klaustra- og
konungsjarðaafgjöld, hafnartolla og annað fyrir 3200 dala
ár-legt eptirgjald, hafði meðal annars undirgengizt að semja
full-komna jarðabók yfir jarðir allar1, en hvort nokkur árangur
hefir orðið af þvi, veit eg ekki; 27. mai 1638 býður Kristján
IV. lénsmanni, að láta gera jarðabók yfir allar jarðir á
Is-landi2; hinn 21. maí 1657 skipar Friðrik III. II. Bjelche, að
láta sýslumenn gjöra jarðabækui3, hvern yfir sína sýslu o. s.
r
frv. Arangurinn af þessum fyrirskipunum var i fyrstu litill.
Hin fyrsta jarðabók, sem samin var 1597, lýsir aðeins
klaustra- og umboðsjörðum, stóls- og kirkjujörðum og eins
jarðabækurnar 1639 og 1660. Jarðabók Johanns Kleins 1681
og jarðabókin 1695 nefna líka bændajarðir, en eru mjög
ófullkomnar og óáreiðanlegar; þá kom jarðabók Miillers 1698,
hún er i 3 pörtum, í fyrstu deild eru jaróaskýrslur
sýslu-manna úr öllum sýslum, er þeir höföu gjört á
manntalsþing-um, i annari deild er yfirlit yfir konungsjarðir og i hinni
þriðju stólsjarðir. Þessi jarðabók var um aldamótin 1700
hin langbezta, sem til var, en þó var hún mjög ófullkomin,
þar eru aðeins nefnd höfuðbólin, en kot, hjáleigur og
ver-búðir vanta, ásamt mörgu öðru, sem nauðsynlegt er að
vita4.
Hið merkilegasta og fullkomnasta rit um ástand Islands
og hag þjóðfélagsins, sem skrásett var á fyrri hluta 18. aldar,
r
var jarðabók þeirra Arna Magnússonar og Páls Vidalíns.
’) Safn til sögu íslands II., Lls. 719.
2) Magnús Keiilsson: Forordninger og aabne Breve II., bls. 417.
3) Magnxis Ketilsson s. st. III., bls. 65. Lovsamling for Island I.,
bls. 252
4) Nánara um jarðabækurnar má lesa í formála fyrir O. Olavius:
Reise i Island. bls. 65—74. Hinar fornu jarðabækur eru ennþá til, og
eru flestar geymdar í Rigsarkivet.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>